Í Gerðubergi er fjölbreytt og góð aðstaða, ráðstefnusalir og fundarherbergi af ýmsum stærðum og gerðum. Rúmar A-salurinn allt að 140 manns og B-salur allt að 70 manns. Í G-sal er fundaraðstaða fyrir tuttugu manns, tólf í Norðurstofu og átta manns í Suðurstofu. F-salur, sem einnig er kallaður speglasalur, hentar vel fyrir dans, leiklistar- eða jógakennslu, hugleiðslu og fleira í þeim dúr. Hann er 69 m2.

Allur almennur tækjabúnaður er til staðar, s.s. tölva, skjávarpi og hljóðkerfi og í húsinu er þráðlaust net. Einnig er boðið upp á ljósritunarþjónustu fyrir viðskiptavini.

Viðskiptavinir geta pantað veitingar um leið og fundaraðstaðan er bókuð. Boðið er upp á úrval veitinga, m.a. heitan rétt í hádeginu, kaffi og með því. Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir að athuga að óheimilt er að koma með veitingar í húsið.

Gerðuberg leitast við að sinna viðskiptavinum sínum og gestum sem best. Vanti þig sal fyrir fundi, ráðstefnu, námskeið, kennslu, fyrirlestur, kynningar eða veislur hafðu þá samband við Guðlaugu P. Sigurbjörnsdóttur, upplýsinga- og þjónustustjóra, á skrifstofu Gerðubergs í síma 411 6170, netfang gudlaug.sigurbjornsdottir@reykjavik.is. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8.00-16.00.

Salaleiga - gjaldskrá

Öll verð sem gefin eru upp innhalda vsk.

Salarleiga í Gerðubergi  
 - A-salur hálfur dagur 25.400
 - A-salur heill dagur 40.300
 - A-salur kvöldleiga / helgarleiga  52.300
 - B-salur hálfur dagur 20.800
 - B-salur heill dagur 32.100
 - B-salur kvöldleiga / helgarleiga 37.800
 - Suðurstofa hálfur dagur 9.100
 - Suðurstofa heill dagur 14.300
 - Suðurstofa kvöldleiga / helgarleiga 14.300
 - F-salur hálfur dagur 9.100
 - F-salur heill dagur 14.300
 - F-salur kvöldleiga / helgarleiga 14.300
 - G-salur hálfur dagur 17.920
 - G-salur heill dagur 24.200
 - G-salur kvöldleiga / helgarleiga  27.800
* Börn og unglingar undir 18 ára aldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini  
**Æringi - ókeypis fyrir borgarstofnanir virka daga. Ofan á fast gjald leggst kílómetragjald  
*** Verð með vsk.