Háaleiti og Bústaðir markast meðal annars af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Reykjanesbraut og sveitarfélaginu Kópavogi. Hverfið felur í sér nokkra minni hverfishluta – Háaleiti, Múla, Kringlu, Bústaði, Fossvog, Smáíbúðahverfi og Blesugróf.

Háaleiti og Bústaðir státa meðal annars af metnaðarfullu skólastarfi, íþróttafélögunum Víkingi og Fram, verslunarmiðstöðinni Kringlunni og fallegu útivistarsvæði í Fossvogsdal.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða í Efstaleiti 1.