Reykjavíkurborg leitar eftir tilboðum vegna uppbyggingar á Kirkjusandi. Tilboðið feli í sér eftirfarandi:

  • Kaup  byggingarréttar á lóð nr. 1 við Hallgerðargötu;
  • Sölu til Reykjavíkurborgar á 20 íbúðum á lóðinni;
  • Byggingar á 650m2 ungbarnaleikskóla í því húsi sem reist verður á lóðinni.

Á lóðinni er heimilt að byggja allt að 82 íbúðir um 6.800m2 að brúttóflatarmáli, um 650m2 atvinnu¬húsnæði, (ungbarnaleikskóla) og allt að 6.150 m2 kjallararými. Hluti lóðarinnar verður sérgreindur og nýttur fyrir leikskólann.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir og tilboð í gegnum útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar.  

  • Fyrirspurnarfrestur rennur út kl. 12:00, 13. nóvember  2017.
  • Svarfrestur rennur út 16. nóvember 2017.
  • Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 10:00 þann 23. nóvember 2017.

Útboðsgögn eru eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni utbod.reykjavik.is .
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.