Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um heilsufar og líkamlegt atgervi.
Í aðgerðaáætlun í mannréttindamálum kemur fram að markmið borgarinnar er að stuðla að heilsueflandi vinnuumhverfi og aðgerðum fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar og bæta þannig aðgengi þeirra að heilsueflingu. Því skal náð með því að standa fyrir Heilsuleikum Reykjavíkurborgar, vera með markvissa fræðslu um heilsueflingu, gera heilsufarsmælingar og spyrja út í mismunun út frá heilsufari og líkamlegu atgervi í starfsmannakönnun Reykjavíkurborgar ásamt því að bregaðst við ef þörf er á.
Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að heilsufari má nálgast í aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2019 - 2023










