Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Í yfirlitinu er að finna tilvísanir til laga sem gilda um hlutaðeigandi málefni og málaflokka sem heyra lögum samkvæmt undir sveitarfélög.

Yfirlitið er að finna á vefslóð stjórnarráðsins: Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.