Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar kemur fram að óheimilt er að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna. Sérstaklega er tekið fram að ekki skuli ganga út frá því að allt fólk sé gagnkynhneigt og sís-kynja, meðal starfsfólks borgarinnar, þjónustuþega og í uppeldis- og tómstundastarfi, menntunar og menningarstarfi. Í aðgerðaáætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2023 má sjá verkefni sem varða þessa hópa.
Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum

Hér er að finna nokkur verkefni sem skrifstofan hefur sinnt og snúa að málefnum hinsegin fólks:

  • Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem er fræðslu- og upplýsingapakki sem hefur það að markmiði að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega.
  • Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa hefur útbúið gátlista og tekið saman efni um annars vegar um hinsegin börn í skólum og hins vegar um trans börn í skólum, bæði fyrir leik- og grunnskóla, enda er þekking á stöðu og þörfum hinsegin barna víðast hvar af skornum skammti. 
  • Árið 2019 gerðist Reykjavíkurborg aðili að Rainbow Cities Network sem er vettvangur borga sem vinna á sviði hinsegin málefna. Markmið þess eru að deila reynslu og þekkingu, vinna saman, læra af hvort öðru og byggja upp tengsl.
  • Árið 2017 var settur á fót starfshópur á vegum verkefnisins Saman gegn ofbeldi til að vinna skýrslu um stöðu hinsegin fólks og heimilisofbeldis. Skýrsla starfshópsins kom út árið 2018 og hafa tillögurnar sem þar komu fram verið notaðar til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir.
Reykjavíkurborg og Samtökin '78 gerðu árið 2021 samstarfssamning til þriggja ára. Samtökin '78 skuldbinda sig til þjónustu við hinsegin ungmenni í Reykjavík, en það felur í sér hinseginfræðslu fyrir börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Einnig felur það í sér samstarf í rekstri Tjarnarinnar á hinsegin félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Það er hægt að óska eftir fræðslu frá Samtökunum ´78 fyrir nemendur hér, en hún er endurgjaldslaus. Einnig er í samningnum ákvæði um hinseginfræðslu frá Samtökunum '78 til íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar veitir fræðslu og ráðgjöf um málefni hinsegin fólks fyrir starfsfólk borgarinnar. Hægt er að hafa samband við Svandísi Önnu Sigurðardóttur, sérfræðing skrifstofunnar í hinsegin- og jafnréttismálefnum til að bóka fræðslu eða fá frekari upplýsingar um þau verkefni sem hér hafa verið reifuð: svandisanna@reykjavik.is.
Gagnlegt efni