Tilboð voru opnuð 10. apríl 2019. Niðurstöðu má sjá í fundargerðum: Hraunbær 133 og Hraunbær 143
- Við Hraunbær 133, er heimilt að byggja 58 íbúðir í 6.160 fermetrum ofanjarðar og 580,9 fermetrar bílastæðakjallara. Heildarbyggingarmagn ofan- og neðanjarðar er 8.390,9 fermetrar Bílakjallari er valkvæður.
- Við Hraunbær 143, er heimilt að byggja 58 íbúðir í 6.176 fermetrum ofanjarðar og 665,8 fermetra bílastæðakjallara. Heildarbyggingarmagn ofan- og neðanjarðar er 8.491,8 fermetrar. Bílakjallari er valkvæður.
Félagsbústaðir eiga kauprétt á sex íbúðum á hvorri lóð fyrir sig á verði sem ákveðst skv. lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerð sett skv. þeim.
Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 10. apríl 2019.
Tilboð verða opnuð kl. 14:15 sama dag í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
- sjá gögn undir „Tengt efni“