Einfaldasta leiðin til að bæta samgöngur og draga úr kostnaði vegna þeirra, er að stytta vegalengdir, að hafa stutt á milli hluta, stutt á milli húsa og stutt á milli fólks. Stutt í vinnuna, stutt út í búð, stutt í skólann og stutt í opin græn svæði og þangað sem sótt er þjónusta og afþreying.

Það er hinsvegar ekki áhlaupaverk í flóknu borgarsamfélagi sem er í stöðugum vexti og kallar á sífellt aukið landrými. Markaðsöflin styðja í raun við þá hugsun, að byggja þétt þar sem land er dýrast, á svæðum sem eru miðlæg og stutt í allar áttir. Heilbrigði skynsemi segir okkur líka að rétt sé að byggja þétt og meira þar sem samgöngur eru afkastamiklar og skilvirkar og sérstaklega þar sem vistvæn og hagkvæm samgöngukerfi geta notið sín.

Tvær hliðar á sama  pening

Og það er sannarlega þörf áminning nú á tímum loftslagsbreytinga og í ljósi fjölmargra mistaka við þróun borga í gegnum söguna. Orðræðan um Borgarlínuna undanfarin ár hefur mögulega leitt til þess, að þessi hugsun mun loksins festast í sessi hér á landi. Og þessi hugsun undirstrikar einnig vel að húsnæðiskostnaður og samgöngukostnaður eru í raun tvær hliðar á sama peningnum, verðmiðinn fyrir búsetu í nútíma borgarsamfélagi.

Það er því mikilvægt að horfa ekki einangrað á húsnæðiskostnaðinn, heldur verði samgöngukostnaður einnig ávallt tekinn með í jöfnuna. Raunar skýrist mismunandi  húsnæðisverð eftir svæðum að stærstum hluta af samgöngukostnaðinum.

Á tímum hækkandi húsnæðisverðs hafa verið verið gerðar margar atlögur að því að finna hina fullkomnu, hagkvæmu og skjótvirku húsnæðislausn. Þær atlögur hafa oft beinst einvörðungu að  byggingartækninni og framleiðsluaðferðunum sjálfum, í stað þess að skoða búsetukostnaðinn í stærra samhengi. Og þegar hugað hefur verið að staðsetningu hinnar „hagkvæmu“ húsnæðislausnar, hefur ávallt verið freisting að leita að landi þar sem það er „ódýrast“, sem er venjulega í mestri fjarlægð frá þungamiðju þéttbýlisins, þar sem ekki eingöngu samgöngukostnaður er jafnan hæstur, heldur einnig ýmis félags-, lýðheilsu- og umhverfiskostnaður samfélagsins.

Heimild: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Landnotkun og helstu byggingarsvæði

Samgöngukostnaður og fjarlægð frá vinnustað

Heimild: Minnisblað SSH frá janúar 2019, unnið af Vilhjálmi Hilmarssyni, hagfræðingi.

Fjöldi bíla á heimili eykst eftir fjarlægð frá miðborg

Fjöldi bíla á heimilum í Reykjavík var 1,5 haustið 2019.

Fjöldi bíla á heimili eykst eftir fjarlægð frá miðborg.

Fæstir eru bílar á hvert heimili í miðborg (1,1), Vesturbæ (1,3) og Hlíðum (1,3).

Fjöldinn eykst jafnt og þétt eftir því sem fjær dregur frá miðborg og er mestur í Grafarvogi (1,9) og á Kjalarnesi (2,2)

Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði á ferðum íbúa Reykjavíkur fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, SSH, Vegagerðina, Samgöngustofu og ISAVIA í október-nóvember 2019.

í könnuninni er óleiðrétt fyrir fjölda íbúa á hverju heimili.

Fjöldi bíla á heimili og hverfi/borgarhlutar

Heimild: Könnun Gallup á ferðum íbúa Reykjavíkur í október-nóvember 2019

Mannfjöldi og fjöldi bíla

Heimild: Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík: Samspil samgangna og búsetu - Greining Arcur í október 2020

Kostnaður við bílaeign og notkun

Heimild: Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík: Samspil samgangna og búsetu - Greining Arcur í október 2020

Útgjöld vegna eldsneytis og húsnæðis

Heimild: Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík: Samspil samgangna og búsetu - Greining Arcur í október 2020

Heimild: Staða og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík: Samspil samgangna og búsetu - Greining Arcur í október 2020

Hvernig vilja borgarbúar ferðast?

Það er áberandi munur á fjölda þeirra sem ferðast á einkabíl sem bílstjórar til vinnu og þeirra sem vilja ferðast með þeim hætti.

Í júní 2020 segjast 63% ferðast sem bílstjórar en aðeins 35% vilja gera það.

Hátt í helmingur bílstjóra vill því ferðast með öðrum hætti í vinnuna og áberandi er hve margir vilja heldur fara fótgangandi eða á hjóli.

Þetta kemur fram í ferðavenjukönnun Maskínu frá júní 2020.

Heimild: Ferðavenjukönnun Maskínu – Júní 2020