Heimilisofbeldi getur verið af ýmsum toga. Hér eru myndbönd sem varpa ljósi á heimilisofbeldi út frá ýmsum hliðum.

Hér á eftir eru upplýsingar um helstu birtingarmyndir þess.

Líkamlegt ofbeldi: T.d. kýla, slá, sparka, hrinda.

Andlegt ofbeldi: T.d. hóta, skamma, ógna, niðurlægja, stjórna.

Kynferðisleg misnotkun: T.d. nauðgun eða kynferðisleg áreitni. Þegar fatlað fólk á í hlut á þetta einnig við athafnir sem fatlaður einstaklingur hefur ekki samþykkt/gæti ekki samþykkt vegna skerðingar eða var þvingaður til að samþykkja.

Fjárhagsleg misnotkun: Fjármunum haldið frá fólki/notaðir í ósamræmi við vilja einstaklings.

Efnisleg misnotkun: Eignaréttur ekki virtur, hlutir eyðilagðir.

Vanræksla: Aðstoð haldið frá viðkomandi, lyfjagjöf ekki sinnt sem skyldi o.fl.

Elta eða hóta: Að elta manneskju og sitja fyrir henni gegn vilja hennar - eltihrellir. Hótanir um að birta á netinu nektarmyndir – hrelliklám.

Ofbeldi sem felur í sér mismunun: Ofbeldi og áreitni sem beinist t.d. að uppruna, kyni, kynþætti, kynhneigð, kynvitund, skerðingu eða annarri stöðu viðkomandi.

Stafrænt ofbeldi: Þegar tækni s.s. sími, tölvupóstur eða samfélagsmiðlar er notuð til að beita ofbeldi. Þetta getur verið að senda stöðugt skilaboð í síma, birta nektarmyndir af viðkomandi í hennar/hans óþökk eða ef gerandi sendir óumbeðnar nektarmyndir af sér. 

Heiðurstengt ofbeldi: Ofbeldi sem er framkvæmt í nafni „heiðurs“.

Þvingað hjónaband: Hjónaband sem annar eða báðir aðilar eru þvingaðir til að ganga í.

Limlesting á kynfærum kvenna: Fjarlægja kynfæri stúlkubarns eða konu að hluta eða öllu leyti.