Jafnréttisstofa
Veffang: www.jafnretti.is.
Jafnréttisstofa er sérstök stofnun sem heyrir undir yfirstjórn velferðaráðuneytisins. Verkefni sem Jafnréttisstofa annast eru m.a.: að hafa eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, eftirlit með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu, miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna og fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum.
Kærunefnd jafnréttismála
Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sem telja að ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin á sér, geta fengið aðstoð kærunefndar jafnréttismála. Jafnréttisstofa getur óskað eftir að kærunefnd jafnréttismála taki mál til meðferðar. Á vefsvæði velferðarráðuneytisins er að finna nánari upplýsingar um kærunefnd jafnréttismála og tengil á kærueyðublöð.
Trans Ísland
Ráðgjafar Samtakanna ´78 sjá um ráðgjöf fyrir Trans Ísland. Félagið er einnig með fésbókarsíðu. Slóðin er: https://www.facebook.com/transisland