Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um uppruna og þjóðerni.
Verkefni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem snúa að málefnum innflytjenda, fólks í leit að alþjóðlegri vernd og flóttamanna má nálgast í aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2022.
Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum    Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum    Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum    Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum    Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum  Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum   Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum         Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum     Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar veitir fræðslu og ráðgjöf um málefni innflytjenda. Hægt er að hafa samband við Joanna Marcinkowska og Barbara Jean Kristvinsson verkefnastjóra í málefnum innflytjenda í gegnum immigrants@reykjavik.is
Eitt af leiðarljósum Reykjavíkurborgar er að reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólíkum uppruna. Allar stofnanir borgarinnar þurfa að laga sig að fjölmenningarlegu samfélagi og útfæra stefnu Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt samfélag í starfsáætlunum sínum. Þær skulu gera ráð fyrir útlendingum bæði sem notendum og veitendum þjónustu, taka tillit til sérþarfa útlendinga, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Þeir sem hingað flytjast þurfa að aðlagast íslensku samfélagi. Þeir sem fyrir eru þurfa að aðlagast íbúum af mismunandi uppruna. Í öllu starfi borgarinnar skal leitast við að nýta kosti fjölbreytninnar.
Árin 2010, 2012, 2014 og 2017 voru haldin fjölmenningarþing innflytjenda í Reykjavíkurborg.  Hér má lesa um niðurstöður fjölmenningarþings 2017, 20142012 og 2010

Starfandi er fjölmenningaráð Reykjavíkurborgar. Í ráðinu sitja sjö fulltrúar sem eiga að vera ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og aðrar stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Fjölmenningaráð er með síðu á facebook.

Til hægri undir tengd skjöl má sjá bæklinginn Við og börnin okkar sem var gefinn út á fjórum tungumálum: Ensku, pólsku, rússnesku og filippseysku. Bæklingurinn er einfaldur leiðarvísir fyrir foreldra og aðstandendur barna um ábyrgð og skyldur, réttindi barna, menntun og velferð.