Jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt 26. september 2019 og uppfærð útgáfa 002 var samþykkt 3.júní 2021 af borgarráði.  Jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar nær til alls starfsfólks borgarinnar. Starfsfólk Reykjavíkurborgar skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Enginn óútskýrður kynbundinn launamunur skal vera til staðar.