Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um jafnrétti kynja.
Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að kynjajafnrétti má nálgast í aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2022. Áætlunin er jafnframt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar sbr. 12 gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum           Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum                     Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum               Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum            Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum                         Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum
Hér er að finna nokkur verkefni sem skrifstofan hefur sinnt og snúa að jafnrétti kynjanna.
Saman gegn ofbeldi
Í janúar 2015 hóf Reykjavíkurborg og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Kvennaathvarfið og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu vinnu að verkefni sem nefnist Saman gegn ofbeldi. Markmið verkefnisins er að efla stuðning við þolendur og senda skýr skilaboð um að heimilisofbeldi sé ekki umborið. Hér má finna frekari upplýsingar um Saman gegn ofbeldi.
Klámvæðing er kynferðisleg áreitni
Bæklingurinn er samvinnuverkefni mannréttindaskrifstofu og MARK, miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands. Í bæklingnum er sýnt hvernig umræða um útlit ásamt niðurlægjandi myndbirtingum er beitt til þess að grafa undan trúverðugleika kvenna og styrk. Færð eru rök fyrir því að klámvæðing, hvort sem hún birtist í orðum eða myndmáli, sé kynferðisleg áreitni. Hér má nálgast bæklinginn Klámvæðing er kynferðisleg áreitni.
Kynlegar tölur
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hefur gefið út bækling sem nefnist „Kynlegar tölur“ og hefur hann að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni. Hér má finna allar útgefnar Kynlegar tölur.
Úttekt á jafnréttismálum innan íþróttafélaga Reykjavíkur
Hægt er að nálgast úttekt á jafnréttismálum innan íþróttafélaga Reykjavíkur.
Jafnrétti í skólum
Samstarfsverkefni Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasviðs með stuðningi Jafnréttisstofu. Verkefnið snýr að jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.
Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla
Reykjavíkurborg hefur skrifað undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.