Á vegum Reykjavíkurborgar hafa verið unnar ýmsar kannanir um húsnæðismarkaðinn og búsetuóskir. 

Í október 2020 vann Arcur greiningu á fasteignamarkaði og búsetuóskum fyrir Reykjavíkurborg. 

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru:

 • Fyrstu kaupendum fjölgar ár frá ári og uppsöfnuð þörf fyrri ára virðist minnka.
 • Bygging íbúða hefur aukist í Reykjavík, en uppsöfnuð þörf fyrri ára er ekki að fullu leyst.
 • Íbúar óska eftir fleiri herbergjum, ekki fleiri fermetrum.
 • Ráðstöfunartekjur hafa aukist en það tekur lengri tíma að greiða kaupverð íbúða vegna hækkunar íbúðaverðs umfram tekjuhækkun.
 • Reykvíkingar gera ráð fyrir því að ef þeir flytji á næstu árum muni greiðslubyrði þeirra aukast.
 • Vegalengd til vinnu eða skóla hefur áhrif á meðalverð íbúða. 

Fyrstu kaupendum fjölgar:

 • Fasteignamarkaðurinn hefur verið líflegur á síðustu misserum og ekki gefið eftir þó samdráttur hafi orðið í hagkerfinu.
 • Hlutfall fyrstu kaupenda í viðskiptum með fasteignir heldur áfram að aukast.
 • Litlar breytingar eru á hlutdeild leiguíbúða á markaði.
 • Hlutur stærri fjölbýliseigna vex á kostnað smærra sérbýlis, stærra fjölbýli er tæpur þriðjungur íbúðarhúsnæðis í Reykjavík.

Auknar fjárfestingar og verðhækkanir:

 • Íbúðafjárfesting hefur verið umfram meðaltal síðustu ár.
 • Vísbendingar eru um að það dragi um úr framkvæmdum í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu næstu árum.
 • Minnkað framboð íbúða í „airbnb“ kemur m.a. fram í auknu framboði á leiguhúsnæði.  Leigusamningum hefur fjölgað meira það sem af er ári en allt síðasta ár, sem þó sýndi aukningu.
 • Fjölgun hótelherbergja getur dregið varanlega úr framboði „airbnb“ á næstu árum, sem aftur hefur áhrif á þörf fyrir uppbyggingu íbúða.
 • Þrátt fyrir aukið framboð hefur íbúðaverð hækkað og viðskipti verið mikil á fasteignamarkaði. 
 • Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðlag, laun og byggingarkostnað á síðustu árum.

Óuppfyllt þörf um 2.100 íbúðir:

 • Þjóðin eldist og breytt aldurssamsetning mun hafa áhrif á tegund húsnæðis sem eftirspurn verður eftir.
 • Líklegt er að það dragi úr hlutfalli fyrstu kaupenda á næstu árum, þó til skamms tíma gæti aukningin haldið vegna hagstæðari skilyrða til fjárfestinga.
 • Eftirspurn eftir íbúðum í Reykjavík mun að líkindum aukast í samræmi við niðurstöðu um óskir íbúa um næstu búsetu (sjá næsta kafla).
 • Breytt fjölskyldumynstur og breyttar áherslur ungs fólks s.s. í barneignum eykur þörf fyrir fjölgun íbúða og hefur, auk þess áhrif á stærð og gerð þeirra.

Fleiri herbergi, aukin greiðslubyrði:

 • Flestir Reykvíkingar búa í Miðbæ, Vesturbæ og í Grafarvogi, lægstur er meðalaldur í Grafarholti og Úlfarsárdal og hæstur er hann í Háaleiti, Fossvogi og við Bústaðarveg.
 • Fleiri vilja nú búa í Reykjavík næst þegar þeir flytja en í síðustu könnunum. 
 • Fleiri myndu kjósa að búa nær miðbænum en búa þar
 • Ólíklegt er að næsta búseta verði í leiguhúsnæði, gangi væntingar íbúa eftir.
 • Flestir gera ráð fyrir að fjölga herbergjum í minni íbúð.
 • Svarendur könnunarinnar gera ráð fyrir því að greiðslubyrði vegna húsnæðis aukist við flutning.
 • 70% svarenda gera ráð fyrir að eigið fé við næstu kaup verði meira en 10 m.kr.

Aukin geta heimila til íbúðakaupa:

 • Ráðstöfunartekjur fyrir greiðslu vaxta hafa hækkað lítillega umfram verðlag síðustu ár.  Þær hafa þó ekki náð hámarki áranna fyrir bankahrun.
 • Rekstrartekjur hafa náð hámarki við 45-49 ára aldur og haldist þannig út starfsævina.
 • Vaxtagjöld hafa lækkað ár frá ári síðan 2010 og eiginfjárstaða almennt lagast.  Staða þeirra sem hafa neikvætt eigið fé virðist þó hafa versnað, þ.e. neikvæð staða þeirra hefur að jafnaði aukist.
 • Íbúðaverð hefur hækkað umfram ráðstöfunartekjur jafnvel þó tekið sé tillit til lækkunar vaxtagjalda og það tekur íbúa höfuðborgarsvæðisins nú að jafnaði 102 mánaða ráðstöfunartekjur að greiða fyrir 100 fm íbúð.
 • Heimilin hafa í auknum mæli fært sig í óverðtryggð lán þ.a. vaxtahækkun hefði meiri áhrif á greiðslugetu þeirra.

Vegalengd hefur áhrif á íbúðaverð:

 • Fólksbílum hefur fjölgað meira en landsmönnum öllum síðasta aldarfjórðunginn.
 • Flestir fara í vinnuna eða skóla á eigin bíl.  Yngri konur fara frekar á bíl en karlar, hlutföllin jafnast með hækkandi aldri.
 • Nágrannar Reykjavíkur og íbúar landsbyggðarinnar aka um á dýrari bílum en borgarbúar, munar um 1 m.kr.
 • Eldsneytiskostnaður er að jafnaði um 15 þ.kr. á mánuði.
 • Húsnæðisverð lækkar með aukinni fjarlægð í vinnu og skóla.

Á síðustu árum voru eftirtaldar kannanir og skýrslur einnig unnar:

Í tölfræði- og kortagátt samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) má einnig sjá ýmsar skipulags- og lýðfræðiupplýsingar.