Kennsluhættir í grunnskóla

Ekki eru mörg ár síðan langflestum nemendum var kennt sem einum einsleitum hópi. Kennarinn var í hlutverki fræðarans sem einnig kannaði þekkingu nemendanna. Mikil áhersla var lögð á utanbókarnám og nemendur unnu að mestu einstaklingsverkefni í vinnubækur. Þetta er svokölluð bekkjakennsluaðferð.

Kennsla í samræmi við breyttar þarfir

Bekkjarkennsluaðferðin ein og sér er ekki talin búa nemendur undir það flókna samfélag sem þau lifa í. Almennt er nú talið að auk góðrar undirstöðu í móðumáli, bókmenntum, stærðfræði, listum, tækni og vísindum sé önnur færni einkar dýrmæt, eins og sjálfsagi, aðlögunarhæfni, hæfileikinn til að hugsa óhlutbundið, samstarf, samhygð, sköpunarkraftur og færni til finna nýjar lausnir.

Skólar leita stöðugt leiða til að mæta breyttum þörfum samfélagsins. Sjá hér að neðan nokkrar kunnar kennsluleiðir.

Opinn skóli
Einstaklingsmiðað nám
Þemavinna
Samvinnunám
Lausnaleitarnám
Söguaðferðin
Fjölgreindarkenningar

Áhugasömum skólaforeldrum er jafnframt bent á vef Ingvars Sigurgeirssonar prófessors við HÍ þar sem gerð er grein fyrir fjölmörgum kennsluaðferðum.