Til sölu er byggingarréttur á lóðinni Krókháls 7a fyrir atvinnuhúsnæði.

Stærð lóðarinnar er 5.585 fermetrar og heildarbyggingarmagn nemur 3.910 fermetrum, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 0,7. Verð byggingarréttar er 30.000.000 kr.

Auk byggingaréttar þarf lóðarhafi að greiða gatnagerðargjald sem ákvarðast í samræmi við flatamál þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt deiliskipulagi. Þá þarf lóðarhafi að greiða önnur lögbundin gjöld, s.s. byggingarleyfisgjald og tengigjald fráveitu og önnur heimlagnagjöld.

Á lóðinni er heimilt að byggja allt að fjögurra hæða byggingu. Mesta hæð húsveggja og þaks frá aðalgólfi er 17 metrar. Sjá nánar um hæð húsa og lóðarfrágang, skýringarmyndir og texta á bls 8-13 í skilmálum fyrir lóðina

Heimilt er að auka við nýtingarhlutfall ef byggðar eru bílageymslur neðanjarðar sem nemur byggingarmagni þeirra, en nýtingarhlutfall ofanjarðar verður þó ekki hærra en 0,7. Einnig er heimilt að byggja neðanjarðargeymslur og tæknirými og auka nýtingarhlutfall sem þeim nemur þar sem aðstæður leyfa. Sjá nánar um nýtingarhlutfall á bls. 6 og um bílastæði og bílageymslur á bls. 7-8 í skilmálum.

Tekið er við umsóknum í netfanginu lodir@reykjavik.is frá kl. 8 mánudaginn 27. janúar 2020.

Um sölu þessa byggingarréttar gildir eftirfarandi: