Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun (KFS) er tæki sem notað er til þess að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna. Íbúar eru hornsteinar í öllu starfi Reykjavíkurborgar. Til þess að þjónusta borgarinnar henti þeim og stuðli að jöfnum tækifærum þeirra er mikilvægt að greina áhrif opinbers fjármagns og verklags á íbúa. Markmiðið með innleiðingu KFS hjá Reykjavíkurborg er að samþætta mannréttindastefnu og fjármálastefnu borgarinnar. Stefnt er að réttlátri dreifingu fjármuna og gæða með tilliti til mismunandi þarfa borgarbúa.

Hér fyrir neðan má sjá stutt kynningarmyndband um aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar unnið í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Freyja filmwork.