Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í tvær atvinnulóðir að Lambhagavegi 8 og að Lambhagavegi 10.
Vefsíða uppfærð 6. desember 2018: Útboðstími er liðinn. Sjá niðurstöðu í fundargerð útboðsfundar
Boðið skal í byggingarrétt án gatnagerðargjalda að Lambhagavegi 8, samtals 3.391 fermetra og/eða byggingarrétt án gatnagerðargjalda, að Lambhagavegi 10, samtals 3.115 fermetra. Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 6. desember 2018. Tilboð verða opnuð kl. 14:30 sama dag í Hrefnukoti, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.