Leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í Reykjavík gefst kostur á að sækja um styrki til þróunar- og nýsköpunarverkefna. Forsenda styrkveitingar er að verkefnin byggi á Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósið er virkni og þátttaka barna, fagmennska og samstarf. Grundvallarþættir stefnunnar eru fimm: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði og skulu þróunar- og nýsköpunarverkefni tengjast einum eða fleirum þessara þátta og/eða endurspegla yfirskrift, leiðarljós og framtíðarsýn stefnunnar: Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. 

A-hluti 
150 milljónum verður úthlutað til grunnskóla, leikskóla, frístundamiðstöðva og skólahljómsveita út frá einföldu og skýru umsóknarferli. Fjárhæðir styrkja eru ákveðnar út frá reiknireglu sem tekur til fjölda árlegra stöðugilda, barnafjölda og rekstrarumfangs. Umsóknarfrestur fyrir verkefni í A-hluta er 15. mars ár hvert.

B-hluti. 
50 milljónum verður úthlutað til stærri samstarfsverkefna. Í stærri samstarfsverkefnum verður gerð krafa um þverfaglegt samstarf á milli starfseininga s.s. eins og milli skólastiga, frístundamiðstöðva, skólahljómsveita eða annarra skóla eða starfsstaða innan sem utan hverfis. Umsóknarfrestur fyrir verkefni í B-hluta er 1. mars ár hvert.  Styrkir verði að lágmarki 4.000.000 og hámarki 8.000.000.

Allar frekari upplýsingar eru á menntastefnuvefnum

 

Fyrirspurnir er hægt að senda á sfs@reykjavik.is.

Forsendur styrkveitinga

Forsenda styrkveitingar er að þróunar- og nýsköpunarverkefni byggi á Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósið er virkni og þátttaka barna, fagmennska og samstarf. Grundvallarþættir stefnunnar eru fimm: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði og skulu þróunar- og nýsköpunarverkefni tengjast einum eða fleirum þessara þátta og/eða endurspegla yfirskrift, leiðarljós og framtíðarsýn stefnunnar: Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

  • Við undirbúning og hugmyndavinnu við mótun verkefna verði stofnað til samtals helstu hagsmunaaðila á starfsstöðum til að greina áskoranir og tækifæri til umbóta út frá leiðarljósum, grundvallarþáttum og framtíðarsýn Menntastefnunnar.
  • Verkefnin hafi þátttöku og virkni barna, menntun og aukna hæfni í forgrunni.
  •  Verkefnin byggi á samstarfi, teymisvinnu og hringferli stöðugra umbóta og þróunar með það að markmiði að byggja upp lærdómssamfélag.
  • Verkefnin feli í sér mat á árangri. Byggt verði á mælikvörðum eða matstækjum sem starfsstaðir ýmist þróa sjálfir eða eru fyrirliggjandi, hæfa verkefninu og tengjast grundvallarþáttum stefnunnar. 
  • Upplýsingum um verkefnin verði miðlað innan SFS á fjölbreyttan hátt, s.s. á vefmiðlum, ráðstefnum eða í skrifum. 

Skila skal A-hluta umsóknum á rafrænu formi sem sent hefur verið stjórnendum. Umsóknum um B-hluta styrki fyrir samstarfsverkefnum skal skila ásamt fylgiskjölum (ef við á) til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 eða á netfangið sfs@reykjavik.is.

Umsókn um almenna styrki fer fram í gegnum Rafrænu Reykjavík.  

Frekari upplýsingar um þróunarstyrki 
Frekari upplýsingar um reglur og umsóknir veitir Fríða Bjarney Jónsdóttir, auk Fríðu veita Guðrún Edda Bentsdóttir upplýsingar fyrir grunnskóla, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir fyrir leikskóla og Soffía Pálsdóttir, fyrir frístundastarf.

Sjá einnig upplýsingar um styrki á menntastefnuvefnum