Sjúkraliðanemi óskast í heimahjúkrun vesturbyggð

Vesturmiðstöð auglýsir eftir sjúkraliðanema til starfa við afleysingar í heimahjúkrun til 30. ágúst. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
Markviss og einstaklingsmiðuð þjónusta
Virk þátttaka í teymisvinnu

Hæfniskröfur: 

Sjúkraliðanemi
Sjálfstæð vinnubrögð
Stundvísi
Gild íslensk ökuréttindi B
Íslenskukunnátta B2 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
24.01.2023
Ráðningarform: 
Timabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
12653
Nafn sviðs: 
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Ása Kolbrún Hauksdóttir
Heimahjúkrun
Lindargötu
59
109
Reykjavík