Sjúkraliðanemi óskast í heimahjúkrun vesturbyggð
Vesturmiðstöð auglýsir eftir sjúkraliðanema til starfa við afleysingar í heimahjúkrun til 30. ágúst. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.
Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.
Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.
Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
Markviss og einstaklingsmiðuð þjónusta
Virk þátttaka í teymisvinnu
Sjúkraliðanemi
Sjálfstæð vinnubrögð
Stundvísi
Gild íslensk ökuréttindi B
Íslenskukunnátta B2 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar