Tilboð í byggingarrétt lóðarinnar Lambhagavegur 12 voru opnuð í Borgartúni 12-14 þann 17. nóvember 2017. Upplýsingar um tilboð sem bárust er að finna hér. Haft verður samband við hæstbjóðanda.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Til sölu er byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Lambhagavegur 12. Heimilt er að byggja 1.030 fermetra atvinnuhúsnæði með allt að 12 metra lofthæð á einni hæð, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 0,26. Stærð lóðarinnar er 3.918 fermetrar. Lóðin er byggingarhæf við úthlutun, sjá frekari upplýsingar í skilmálum fyrir lóðina.