Smelltu á viðkomandi lóð á kortinu fyrir nánari upplýsingar.
Skilafrestur tilboða er til kl. 12.00 föstudaginn 4. maí 2018. Skoða útboðs- og úthlutunarskilmála.
Vefsíða uppfærð 2. maí: Spurningum sem borist hafa og svörum var bætt inn neðst á síðu.
Reykjavíkurborg býður byggingarrétt til sölu í almennu útboði. Skila þarf undirrituðum tilboðum á eyðublöðum sem eru hér á þessari síðu. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi og merkja viðkomandi lóð. Eingöngu skal vera eitt tilboð í hverju umslagi. Tekið er við tilboðum í móttöku ráðhúss Reykjavíkur að Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Lokafrestur til að skila tilboði er kl. 12.00 föstudaginn 4. maí 2018.
Eingöngu einstaklingar geta boðið í einbýlishúsalóðir, parhús og tvíbýlishús, en lögaðilum er auk einstaklinga heimilt að bjóða í raðhús á nokkrum reitum. Einungis lögaðilum er heimilt að bjóða í byggingarrétt fjölbýlishúsa. Sjá nánar ákvæði um tilboðsgjafa og tilboð í kafla 3.1 í útboðs- og úthlutunarskilmálum.
Í boði eru 255 íbúðir.
- 32 í einbýli
- 20 íbúðir í tvíbýlum
- 4 íbúðir í parhúsum
- 48 íbúðir í raðhúsum
- 151 íbúð í fjölbýli
Tilboð verða opnuð í heyranda hljóði í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 4. maí kl. 14.00. Hæstbjóðandi eða umbjóðandi hans verður að vera á staðnum og staðfesta tilboð sitt og ganga frá tilboðstryggingu að upphæð 100.000 kr.
Um útboðið gilda útboðs- og úthlutunarskilmálar sem samþykktir voru í borgarráði 1.mars.
Mæliblöð fyrir hverja lóð verða aðgengileg í Borgarvefsjá. www.borgarvefsja.is
Tilboðsblöð
- Tilboðsblað fyrir fjölbýlishús - lögaðilar
- Tilboðsblað fyrir raðhús - einstaklingar
- Tilboðsblað fyrir raðhús - einstaklingar og lögaðilar
- Tilboðsblað fyrir parhús - einstaklingar
- Tilboðsblað fyrir einbýlishús - einstaklingar
- Tilboðsblað yfir tvíbýlishús - einstaklingar
Nánari upplýsingar
- Útboðs- og úthlutunarskilmálar
- Listi yfir lóðir í boði
- Yfirlitsteikning af hverfinu sem pdf mynd
- Deiliskipulag fyrir Úlfarsárdal - Greinargerð
- Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Úlfarsárdal
Fyrirspurnir sendist til lodir@reykjavik.is
Spurningar og svör
1. Er hægt að greiða tilboðstrygginguna með reiðufé?
Svar: Nei einungis með millifærslu, tölva og prentari verða á staðnum.
2. Þarf að gefa tilboð í allan reit G og allan reit E?
Svar: Já, reitur G er ein lóð og reitur E er ein lóð. Ekki er unnt að bjóða t.d. bara í Skyggnisbraut 1-5 sem liggur innan lóðarinnar reitur G, þar sem það er ekki afmörkuð lóð. Gefa verður tilboð í reit G, sem felur í sér að boðið er í allt byggingarmagn í eftirtöldum húsum, eða 9.120 fermetra: Skyggnisbraut 1-5, Skyggnisbraut 7-9, Skyggnisbraut 11, Gæfutjörn 2, Gæfutjörn 4-8 og Jarpstjörn 1-3.
3. Tilboðsblaðið gerir einungis ráð fyrir að einn aðili skrifi undir en það eru fleiri aðilar sem óska eftir að fá lóðinni úthlutað saman, þurfa allir að skrifa undir?
Svar: Allir sem standa að tilboðinu og óska eftir að fá lóðinni úthlutað þurfa að skrifa undir tilboðsblaðið.
4. Aðili verður ekki á staðnum þegar tilboð verða opnuð en umboðsmaður mætir fyrir hans hönd. Útbýr aðilinn sjálfur umboðið eða er einhver stöðluð yfirlýsing sem Reykjavíkurborg veitir?
Svar: Aðilar útbúa sjálfir umboð sem umboðsmaður mætir með á opnun tilboða.
5. Miðast gatnagerðargjöld við leyfilega hámarksstærð byggingar eða við endanlega stærð byggingar?
Svar: Þau miðast við hámarksstærð byggingar sem heimilt er að byggja skv. ákvæðum deiliskipulags.
6. Varðandi tvíbýlishús og parhús, er það rétt skilið að einstaklingur sem gerir tilboð í byggingarrétt á lóð fyrir tvíbýlishús eða parhús á þá rétt á að byggja hús með tveimur íbúðum sem hafa sitt hvort fasta númerið? Ef hann/hún hyggst búa í annari íbúðinni þá getur hann/hún þá væntanlega selt/leigt út hina íbúðina?
Svar: Ef um tvíbýlishús er að ræða þá eru um að ræða tvö fastanúmer og það þýðir að um er að ræða tvær sjálfstæðar fasteignir sem heimilt er að ráðstafa með almennum hætti. Parhús er ein heild þ.e. um er að ræða tvær fasteignir í tveimur húsum sem eru samtengd. Í því tilviki eru fastanúmerin tvö ekki fjögur.
7. Í lýsingu á lóðum er skrifað í töflu: „Fjöldi hæða án kjallara: 2“ Í Úlfarsárdal eru nokkur hús á þrem hæðum, þ.e. það er kjallari. Er leyfilegt í einhverjum tilfellum að hafa kjallara í þeim lóðum sem eru í boði?
Svar: Það er heimilt ef skilmálar deiliskipulagsins heimila það. Eftirfarandi kemur fram á blaðsíðu 15 í greinargerð með deiliskipulagi: „Í fjölbýlishúsum eru leyfðir kjallarar og reiknað með að þeir nýtist að hluta til sem bílageymslur í flestum tilvikum. Kjallarar eru leyfðir í sérbýlishúsum þar sem landhalli og jarðvegsdýpt gefa tilefni til.“
8. Hvað kostuðu einbýlishúsa- og parhúsalóðirnar áður en þær voru teknar af sölu?
Svar: Einbýlishúsalóðirnar voru á bilinu 11-13 milljónir eftir byggingarmagni og lóðarstærð en parhúsalóðirnar voru á 15,2 milljónir.
9. Er skylda að vera með bílskúr (innbyggða bílageymsla) í tvíbýlishúsunum?
Svar: Á bls. 22 í deiliskipulaginu segir:
„Þar sem áður var gert ráð fyrir einbýlishúsum í Gefjunar- og Iðunnarbrunni verður heimilt að hafa tvíbýlishús til dæmis með sérhæðafyrirkomulagi. Reiknað er með að innbyggður bílskúr verði valkvæður og minni íbúð geti verið á neðri hæð en stærri íbúð verði komið fyrir á efri hæð þar sem byggingarreitur efri hæðar er að jafnaði stærri. Aðkoma að íbúð á efri hæð skal vera á neðri hæð um forstofu og innanhússstiga. Ef heimild til byggingar tvíbýlishúss verður nýtt er gerð krafa um 3 bílastæði á lóð.“
10. Í útboðsskilmálum segir: „Standi tveir eða fleiri aðilar saman að tilboði skulu þeir báðir/allir eða umboðsmenn þeirra staðfesta það.“ Hvernig gera þeir það, hvernig myndu t.d tveir einstaklingar standa að því í sameiningu að senda inn tilboð fyrir parhús eða tvíbýlishús?
Svar: Þeir skrifa báðir undir tilboðsblaðið.
11. Í hvaða röð verða lóðirnar afgreiddar á fundinum?
Svar: Það hefur ekki verið ákveðið. Fer eftir tilboðsfjölda.
12. Ef tveir einstaklingar sækja í sameiningu um tvíbýlishúsalóð, þarf þá hvor um sig að sýna fram á greiðsluhæfi/lánsloforð upp á 20 milljónir króna?
Svar: Já.
13. Fram kemur að bílastæðahús vegna fjölbýlishúsalóða á reit E sé sameiginlegt alls 46 stæði fyrir 46 íbúðir. Hvar á þetta hús að vera á lóðinni? Ég fæ ekki betur séð en að á lóðinni sé gert ráð fyrir þremur ótengdum húsum. Er sem sagt ekki heimilt að gera ráð fyrir að hvert og eitt af þessum húsum sé með sinn eigin bílakjallara? Verður hann virkilega að vera sameiginlegur?
Svar: Ekki er gert ráð fyrir bílastæðahúsi á lóðinni, einungis bílastæðum ofanjarðar innan lóðar. Sjá nánar deiliskipulagsuppdrátt hvar bílastæðin eiga að vera staðsett. Bílakjallarinn neðanjarðar verður að vera sameiginlegur.
14. Fram kemur að hámarksstærð Gæfutjarnar 10-14 sé 1.340 fermetrar með bílageymslu. Er ekki alveg öruggt að hér sé átt við 1.340 brúttófermetra húss auk bílageymslu ?
Svar: Já, með 1.340 fermetrum er átt við byggingarmagn ofanjarðar. Fermetrar sem byggðir verða í bílageymslu eru ekki innifaldir í 1.340 fermetrum
15. Hvað er heimilt að byggja mikið neðanjarðar?
Svar: Á bls. 13 í neðanmálsgrein 11 í útboðsskilmálum segir:
„Stærðir íbúða og fjöldi bílastæða sem gefin eru upp í töflu eru ekki bindandi. Stærð bílakjallarans getur þó ekki verið umfram hámarksstærð hans. Fjöldi bílastæða miðast við fjölda og stærðir íbúða, sjá nánar kafla 2.1.9. um bílastæði og bílageymslur í greinargerð með deiliskipulagi. Gera má ráð fyrir því að hvert stæði í bílakjallara taki um 35-40 fermetra svæði með römpum og aðkomuleiðum.