Sýna allt Loka öllu

Reykjavíkurborg  skuld-bindur sig til að vinna að mann-réttindum á fjórum aðal-sviðum:

- sem stjórn-vald ( sá sem hefur vald til að stjórna og framkvæma)

- sem vinnu-veitandi eða atvinnu-rekandi,

- sem sá sem veitir þjónustu

- sem samstarfs-aðili þeirra sem vilja vinna að mann-réttindum og þeirra sem Reykjavíkurborg á í sam-skiptum og við-skiptum við. 

 

Reykjavíkurborg sem stjórn-vald

Reykjavíkurborg sem stjórnvald leggur áherslu á jafn-ræði, mann-réttindi og samvinnu við íbúa.

Ákvarðanir sem teknar eru á vegum Reykjavíkurborgar eiga að vera gagnsæjar og hafa hagsmuni íbúa að leiðar-ljósi.

Sem stjórn-vald skal Reykjavíkurborg leitast við að hafa íbúa með í ráðum og hvetja þá til þátt-töku í málefnum sem koma þeim við og skapa þeim tækifæri til að hafa áhrif. 

 

Reykjavíkurborg sem atvinnu-rekandi

Reykjavíkurborg vinnur að jafnrétti starfs-fólks, meðal annars samkvæmt jafnréttis-lögum. Gæta skal þess að við ráðningu starfs-fólks komi í ljós það marg-breyti-lega samfélag sem borgin er.

Reykjavíkurborg vill sem atvinnu-rekandi vera fyrirmynd fyrir aðra á þessu sviði og mun nýta það sem fram kemur í starfs-manna-stefnu, atvinnu-stefnu, menningar-stefnu, innkaupa -stefnu, upplýsinga-stefnu og forvarnar-stefnu og annarri samþykktri stefnu-mörkun. 

Reykjavíkurborg virðir tjáningar-frelsi starfs-fólks og hvetur það til að benda á allt sem betur má fara á sínum vinnu-stað með hagsmuni notenda og sam-starfs-fólks að leiðar-ljósi.

Allt starfs-fólk á að vera kurteist og umburðar-lynt í störfum sínum við viðkvæma notendur.

Starfs-fólk á að forðast að gera nokkuð sem vinnur á móti mann-réttinda-stefnunni eða komi sér illa fyrir störf þess.

 

Reykjavíkurborg sem veitandi þjónustu

Starfssemi Reykjavíkurborgar hefur mikið að segja um hvernig íbúum líður.

Allar stofnanir Reykjavíkurborgar vinna skipulega að því að byggja upp þjónustu, menningar-starf og fræðslu þannig að jafn-réttis sé gætt.

Í fjöl-breyttu samfélagi á að vera tryggt að allir hafi jafnt aðgengi og geti tekið þátt í þeim á sínum forsendum.

Þeir sem nota þjónustu Reykjavíkurborgar eru hvattir til að koma skoðunum sínum og hugmyndum um viðburði á framfæri við Reykjavíkurborg. 

 

Reykjavíkurborg sem sam-starfs-aðili og verk-kaupi

Reykjavíkurborg leggur áherslu á sam-vinnu við aðra opinbera aðila, háskólana,

einka-fyrirtæki og samtök sem vinna að því að efla frum-kvæði og ný-sköpun á sviði jafnréttis og mann-réttinda.

Reykjavíkurborg leggur áherslu á að allir þeir,  sem hún á viðskipti við,  virði mann-réttindi.

Bannað er að mismuna fólki vegna kyns.

Hvatt er til jafnrar þátt-töku og áhrifa kvenna og karla, sem og fólks af öðrum kynjum.

Markvisst skal unnið á móti allri mis-munun.

Framlag hvers og eins skal metið að verð-leikum,  án tillits til kyns. 

 

 

2.1  Reykjavíkurborg sem stjórnvald.

Við skipan í nefndir, stjórnir og ráð skal hafa að markmiði að hlutföll kynjanna séu sem jöfnust og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða ( 15. gr. jafnréttislaga ).

Jafnræði kvenna og karla skal einnig haft að leiðar-ljósi þegar valdir eru fulltrúar í vinnu-hópa til að undirbúa stefnu-mótun og meiri-háttar ákvarðanir.

2.1.1   Við undirbúning og ákvarðanir við úthlutun fjármagns, til dæmis í fjárhags- og

starfs-áætlunar-gerð, þarf að taka mið af þörfum og viðhorfum kynja og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra.

 

2.1.2   Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna á móti kyn-bundnu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðis-legt.

 

2.1.3   Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna á móti kynferðis-legu ofbeldi, vændi og mansali.

Þess vegna er mikilvægt, í sam-vinnu við lögreglu, að vinna á móti rekstri

nektar-dans-staða og vændi. 

2.1.4   Reykjavíkurborg leggur áherslu á að taka tillit til allra kynja í skipulagi t.d. í þeim  

úti-lista-verkum sem sett eru upp.  

 

2.2   Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi 

Tryggt verði með skipulögðu jafnréttis-starfi að allir, óháð kyni, njóti jafnréttis á

vinnu-stöðum Reykjavíkurborgar.

2.2.1   Jafnrétti skal hafa í huga þegar ráðið er í stöður hjá Reykjavíkurborg.

Umsækjandi af því kyni sem er í minni-hluta í ákveðinni starfs-grein skal helst ganga fyrir við ráðningu,  þegar hann er jafn hæfur,  eða hæfari en aðrir umsækjendur.

Við ráðningar er bannað að mismuna kynjum vegna hjúskapar eða fjölskyldu-stöðu, ef von er á barni, ætt-leiðingar, hugsan-legra barn-eigna eða annarra þátta,  þar sem ætla má að kyn -bundnir einka-hagir hafi áhrif á.

2.2.2   Í öllu efni og auglýsingum á vegum Reykjavíkurborgar skal gæta jafn-ræðis allra hópa og jafnrar virðingar kynja.

Í atvinnu-auglýsingum komi  fram að störf standa öllum kynjum til boða.

Ef um er að ræða starfs-grein þar sem gild rök eru fyrir því að ráða eitt kyn umfram annað í ákveðið starf,  skal það koma fram í auglýsingu  (26. grein jafn-réttis-laga). 

2.2.3    Fólk af öllum kynjum skal njóta sam-bæri-legra launa og réttinda.

Greiða skal konum og körlum jöfn laun fyrir sömu störf. 

Einstaklings-bundin laun, svo sem hæfnis- og árangurs-laun, og aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á kjör,  skulu byggjast á málefna-legum forsendum, óháð kyni.

Reykjavíkurborg telur,  að ef upp-lýsingum um laun sé haldið leyndum,  geti það verið ein af upp-sprettum kyn-bundins launa-munar og því beri að útrýma.

2.2.4    Vinnu-aðstæður skulu taka mið af þörfum allra kynja.

Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum, skipu-lags-breytingar og uppsagnir skal jafnrétti kynja haft að leiðar-ljósi.

Starfs-þróun og símenntun skal nýta til aukins jafn-réttis og jafnrar virðingar kynja á

vinnu-stað. 

2.2.5    Reykjavíkurborg vill nýta kosti sveigjan-leika á vinnu-stað til að auðvelda starfs-fólki að sam-ræma einkalíf og starf og stjórnendum að mæta breyti-legum þörfum á

vinnu-staðnum.

Starfsfólk skal eiga kost á sveigjan-legum vinnu-tíma, hluta-störfum eða annarri hag-ræðingu á vinnu-tíma þar sem því verður við komið.

Rík áhersla er lögð á að vinna á móti gömlum viðhorfum um hlutverka-skiptingu kvenna og karla sem snýr að fjölskyldu-ábyrgð. 

2.2.6    Kynferðis-leg áreitni og kynferðis-legt ofbeldi á ekki að eiga sér stað á vinnu-stöðum Reykjavíkurborgar.

Stjórnendur skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfs-fólk, nemar og notendur þjónustu verði fyrir kyn-ferðis-legri áreitni.  (22. gr. jafnréttis-laga).

Sé yfir-manni eða trúnaðar-manni gert viðvart um slíka hegðun þarf hann,  í samráði við forstöðu-mann eða aðra yfir-menn,  tafar-laust að binda endi á slíka hegðun.

Ef yfirmaður er kærður vegna kyn-ferðis-legrar áreitni á hann ekki að taka neinar ákvarðanir sem snerta kæranda.

Kærandi skal engan skaða bera af aðgerðum sem gripið er til í því skyni.

Alvarleg eða endur-tekin áreitni getur leitt til brott-rekstrar geranda úr starfi.

Verklags-reglur um viðbrögð við kyn-ferðis-legri áreitni skulu vera aðgengi-legar

starfs-fólki.

2.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu. 

Flétta skal jafnréttis-sjónarmið saman við alla þjónustu Reykjavíkurborgar og á hún að

endur-spegla jákvæð samskipti og gagn-kvæma virðingu í garð allra kynja.

2.3.1    Konur og karlar, sem og fólk af öðrum kynjum,  á jafnan aðgang að þjónustu Reykjavíkurborgar.

Við ákvarðanir um tilhögun þjónustu er tekið mið af þörfum óháð kyni.

2.3.2    Allt uppeldis- og tóm-stunda-starf, menntun, fræðsla og menningar-starf,  sem fram fer á ábyrgð Reykjavíkurborgar skal hafa jafna stöðu kynja að leiðar-ljósi.

Hvetja skal börn og unglinga  til að rækta hæfileika sína og persónu-þroska.

Styrkja skal jákvæð samskipti og gagn-kvæma virðingu kynja í öllu starfi með börnum og ung-mennum.

Fræðslu-yfirvöld í Reykjavík, svo og stjórnendur félags- og tóm-stunda-starfs, skulu styrkja jákvæða kyn-ímynd og vinna gegn kyn-bundinni og kyn-ferðislegri áreitni í umhverfi barna og ungs fólks.  

Bannað er að mismuna fólki vegna aldurs og framlag hvers og eins er metið á sann-gjarnan hátt,  án tillits til aldurs. 

Alltaf skal hugsa um það sem börnum og unglingum er fyrir bestu þegar eitthvað er gert á vegum félags-mála-yfirvalda eða stjórn-valda.

Börn og unglingar eiga að njóta umönnunar og verndar og skulu stjórn-völd sjá til þess að því sé fylgt eftir.

Reykjavíkurborg tekur mið af ákvæðum Barna-sáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu sínu starfi með börnum.

Þetta felur m.a. í sér að tryggja skal rétt barna til að mynda sér sínar skoðanir og láta þær í ljós í málum sem þau varða. 

Haft er samráð við eldra fólk, börn og ung-linga þegar ákvarðanir eru teknar sem varða

hags-muni þeirra.

Gæta þarf þess sérstak-lega að greina stöðu kynja á ólíkum aldri í borginni.

 3.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald

 3.1.1    Taka þarf tillit til sjónar-miða og þarfa íbúa, óháð aldri.

3.1.2    Við undir-búning ákvarðana sem geta haft áhrif á fólk vegna aldurs er miðað við þarfir og viðhorf fólks á ólíkum aldri.

Í því sambandi er sérstak-lega litið til barna, ung-linga og eldra fólks.  

3.1.3   Þegar verið er að undirbúa ákvarðanir sem hafa áhrif á ákveðna aldurs-hópa er haft samráð við fulltrúa þeirra, þegar það er hægt.

3.1.4   Þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn og ung-linga skal alltaf hafa hags-muni þeirra í huga. 

3.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi

3.2.1 Við ráðningar er ekki mismunað eftir aldri.

3.2.2   Starfs-fólki Reykjavíkurborgar er boðin sí-menntun og starfs-þróun, óháð aldri,  eins og sagt er í starfs-manna-stefnu Reykjavíkurborgar.  

3.2.3   Reykjavíkurborg gætir þess að skapa jákvæðni og góðan starfs-anda á vinnu-stað sem er laus við fordóma vegna aldurs. 

3.2.4   Ef það er hægt að koma því við,  geta starfsmenn samið um starf við hæfi, minnkað starf eða fengið sveigjan-leg starfs-lok þegar aldurinn færist yfir. 

3.2.5   Í öllu barna- og unglinga-starfi veitir hæft starfsfólk umönnun og vernd.

Það sér til þess að öryggi barna og ung-menna sé eins og best verður á kosið.

Þess er gætt að fjöldi starfs-manna sé nægilega mikill til að tryggja það.

3.2.6   Reykjavíkurborg leggur áherslu á að virkja öll börn og ung-menni til þátt-töku í

sam-ræmi við aldur og þroska og vinna á móti því að nemendur detti út  úr námi og

 skipu -lögðu íþrótta- og tóm-stunda-starfi.

Bent er á að þetta er hluti af forvarnar-stefnu Reykjavíkurborgar. 

3.2.7   Reykjavíkurborg leggur áherslu á að hæft fólk sé ráðið í umönnunar-störf. 

3.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Í þjónustu er tekið tillit til þess að þarfir fólks fyrir þjónustu eru ólíkar eftir aldri og ævi-skeiðum. 

3.3.1   Allir íbúar eiga jafnan aðgang að þjónustu Reykjavíkurborgar, óháð aldri, ef þjónustan er ekki miðuð við ákveðna hópa, svo sem barna- og ung-menna-starf eða félags-starf eldra fólks.

Þegar þjónusta er skipulögð á að miða við þarfir allra aldurs-hópa og meta hvort áhrif þjónustu á kyn geti verið mis-munandi.

3.3.2   Öll þjónusta við eldra fólk, börn og unglinga sem er á ábyrgð Reykjavíkurborgar hefur jafna stöðu kynja að leiðar-ljósi.

3.3.3 Vinna skal að jákvæðum viðhorfum til allra aldurs-hópa sem njóta þjónustu Reykjavíkurborgar, meðal annars barna og eldra fólks. 

Bannað er að mis-muna fólki vegna fötlunar.

Tryggja skal fötluðu fólki möguleika til að taka virkan þátt í starfi Reykjavíkurborgar.

Framlag hvers og eins er metið að verð-leikum. 

Virða ber rétt hvers og eins til að tjá sig, eða tjá sig ekki, um fötlun sína.

 

Ekki má líta svo á að allir séu eins,  þó þeir tilheyri ákveðnum hópi.

Gæta þarf sérstak-lega að að því að greina stöðu fatlaðs fólks eftir kyni.

Reykjavíkurborg gerir sér grein fyrir að fötlun er breytingum háð og að rekja má fötlun annars vegar,  til mismunar milli einstaklinga með skerðingar,  og hins vegar til viðhorfa sem ríkja í sam-félaginu til fatlaðra,  og koma í veg fyrir virka þátttöku þeirra í sam-félaginu.

 

Reykjavíkurborg lítur svo á að framlag fatlaðs fólks til lífs-gæða og fjöl -breytni  sé verðmæt.

Virk þátttaka fatlaðs fólks í sam-félaginu eru mikil-væg  mann-réttindi og koma öllum til góða.

Fatlað fólk er í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi og van-rækslu.

Engir eru í eins mikilli  hættu á ofbeldi eins og fatlaðar konur og börn.

Reykjavíkurborg ætlar sér að vinna sérstak-lega á móti þeirri hættu á ofbeldi sem fatlaðar konur og börn eru í.

 

 

4.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald

Allir eiga rétt á virkri þátt-töku í samfélagi Reykjavíkurborgar og réttlátri meðferð, óháð fötlun.

Gæta þarf þess sérstak-lega að ekki sé mismunað milli kynja.

Þarfir og sjónar-mið fatlaðra íbúa eru virt og samráð haft við þá um málefni þeirra. 

 

4.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi 

Veita skal fötluðu fólki tíma til aðlögunar í nýju starfi. Reykjavíkurborg mun einnig leggja sig fram um að sýna starfs-fólki  sínu sem eru aðstandendur fatlaðs fólks sveigjan-leika eða tíma til aðlögunar þegar þess er þörf og þegar það er hægt.

4.2.1   Reykjavíkurborg stuðlar að því að færni og geta fatlaðs fólks sé meira viður-kennd  en gert hefur verið og einnig framlag fatlaðs fólks  til vinnu-staða sinna. 

Fatlaðir sem sækja um störf hjá borginni skulu njóta forgangs,  séu þeir jafn hæfir eða hæfari en aðrir um-sækjendur (32. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992).

Fatlað fólk skal njóta sömu kjara og aðrir. (1. grein laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992).

Reykjavíkurborg vill ráða til starfa hjá borginni svipað hlut-fall starfs-fólks með skerta

starfs-getu og hlutfall þeirra er í sam-félaginu.

Einnig vill Reykjavíkurborg sjá til þess að hluta-störf séu í boði. 

4.2.2   Við ráðningu fatlaðs starfs-manns ber að sjá til þess að hann njóti viðeigandi aðlögunar að nýju starfi sem og,  símenntunar og starfs-þróunar,  á sama hátt og aðrir

starfs-menn.

4.2.3   Starfs-fólk leggur sig fram um að skapa fordóma-laust umhverfi á vinnu-stað. 

 

4.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

4.3.1   Fatlað fólk skal eiga greiðan og jafnan aðgang að þjónustu.

Gott aðgengi að upp-lýsingum og þjónustu er mikil-vægt fyrir sjálfstætt líf fatlaðs fólks.

Tryggja þarf fötluðu fólki gott aðgengi að upp-lýsingum.

 

Mikilvægt er að viður-kenna að fólk með fötlun hefur fjöl-breyttar þarfir í tjá-skiptum 

Upp-lýsingar á vef Reykjavíkurborgar eru settar fram með tilliti til þess.

Fötluðu fólki er tryggður mögu-leiki á virkri þátt-töku þegar teknar eru ákvarðanir um þjónustu fyrir það. 

4.3.2   Þegar þjónusta er skipu-lögð á hún að taka mið af þörfum ólíkra hópa fatlaðs fólks af öllum kynjum.

Opin-berar byggingar eiga að vera aðgengi-legar fyrir alla, óháð fötlun.

4.3.3   Allt uppeldis- og tóm-stunda-starf, menntun, fræðsla og menningar-starf á vegum Reykjavíkurborgar miðast við þarfir fatlaðs fólks af öllum kynjum.

 

Veita skal fólki með fötlun sér-stakan stuðning til þess að það fái notið þessa starfs til jafns á við aðra.

Fötlun er ekki feimnis-mál og kennslu-efni miðast alltaf  við fjöl-breyti-leika mann-lífsins.

Fjöl-breytni og marg-breyti-leiki á að fá kynningu í starfi með börnum og ung-mennum á öllum skóla-stigum.

Unnið skal að því að útrýma for-dómum gagnvart fötluðu fólki. 

Bannað er að mis-muna íbúum og starfs-fólki Reykjavíkurborgar vegna slæmrar heilsu.  Framlag hvers og eins skal metið. 

5.1  Reykjavíkurborg sem stjórnvald

Allir eiga rétt á virkri þátt-töku í starfsemi Reykjavíkurborgar og sann-gjarnri og réttlátri meðferð, óháð heilsu-fari, útliti eða líkamlegu atgervi.

Skal þess sérstaklega gætt,  að á ekkert kyn halli.

5.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi  

5.2.1   Starfs-fólk á rétt á að tjá sig,  eða tjá sig ekki, um heilsufar sitt eða líkamlegt atgervi.

5.2.2   Heilsa eða heilsu-fars-saga má ekki,  án gildra ástæðna,  hafa áhrif á ráðningu,  kjör eða uppsögn starfs-manns.

Ef vísað er til mál-efna-legra ástæðna má ekki vera vafi á að að þær tengist eðli starfsins. 

5.2.3   Ef það þarf að breyta vinnu-skyldum starfs-fólks á Reykjavíkurborg að hafa fullt samráð við starfs-fólk um það. 

5.2.4   Veikindi ein og sér eru ekki næg ástæða til að segja fólki upp starfi.

Ekki nema þau hafi lang-varandi og veru-leg áhrif þannig að við-komandi geti ekki sinnt starfi sínu.

Reykjavíkurborg mun leggja sig fram um að starfs-fólk,  sem hefur átt við veikindi að stríða, eigi mögu-leika á að koma aftur til baka á vinnu-staðinn.

Gera skal ráð fyrir aðlögun þegar á þarf að halda og að fyrir-komu-lag vinnunnar sé ákveðið í samráði við starfs-mann. 

5.2.5   Þess er gætt að starfs-fólk njóti símenntunar og starfs-þróunar, óháð heilsu-fari eða líkam-legu atgervi. 

5.2.6   Það er réttur hvers starfs-manns að verða ekki fyrir fordómum eða mis-munun í starfi. Starfs-fólk skal leitast við að skapa fordóma-laust starfs-umhverfi  og vinna að því að eyða fordómum, svo sem vegna heilsu-fars eða líkamlegs atgervis. 

 

5.3   Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Tryggja ber aðgengi að þjónustu, óháð heilsufari fólks eða líkamlegu atgervi þess.  

5.3.1   Viðhorf til allra sem njóta þjónustu Reykjavíkurborgar er jákvætt og byggist á virðingu fyrir hverjum og einum og fjöl-breyti-leika mann-lífsins.

Bannað er að mis-muna fólki vegna holda-fars, útlits eða líkams-gerðar.

Framlag hvers og eins skal metið án tillits til hæðar, þyngdar eða útlits. 

Reykjavíkurborg lítur svo á að for-dómar og mis-munun í tengslum við holda-far séu

félags-legt óréttlæti sem beri að vinna á móti.

Stríðni, aðkast og ein-elti í tengslum við holda-far meðal barna og ung-linga eru hluti af slíku óréttlæti.

Skólum ber að vinna markvisst gegn slíku á frístunda-heimilum og í tóm-stunda- og menningar-starfi Reykjavíkurborgar.

6.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald.

Allir eiga rétt á virkri þátttöku og sanngjarnri og réttlátri meðferð, óháð holdafari, hæð, útliti eða líkamsgerð. 

 

6.1.1   Hafa skal samráð við hags-muna-samtök um líkams-virðingu þegar ákvarðanir eru teknar sem gætu haft áhrif á fólk vegna holda-fars eða útlits. 

6.1.2   Gæta skal þess að aðgerðir Reykjavíkurborgar ýti ekki undir neikvæð viðhorf,  fordóma eða mis-munun í tengslum við holda-far eða útlit.

 

6.2    Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi 

Virða skal þá stað-reynd að fólk er ólíkt að líkams -stærð og útliti. 

6.2.1   Bannað er að segja upp starfs-fólki eða neita um ráðningu, stöð -hækkun,

launa-hækkun eða umbun í starfi vegna holda-fars þess, eða útlits. 

6.2.2.   Reykjavíkurborg gætir þess að skapa upp-byggilegt andrúms-loft á sínum

vinnu-stöðum, án fordóma og í tengslum við holda-far eða útlit. 

 6.2.3   Starfs-fólk leggur sig fram um að skapa gott starfs-umhverfi, þar sem virðing er borin fyrir sam-starfs-fólki óháð holda-fari, hæð eða útliti,  hvort heldur í starfi eða leik á

vinnu-stað. 

6.2.4   Þegar heilsu-efling fer fram á vinnu-stöðum Reykjavíkurborgar er sjónum ekki beint að holda-fari starf -fólks heldur að því að skapa betri tæki-færi til heilbrigðs lífs og styrkja

félags-tengsl.

6.3  Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Allir borgarbúar skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu,  óháð holda-fari og líkams-gerð.

 

6.3.1 Allt uppeldis- og tóm-stunda-starf, menntun og menningar-starf tekur mið af því að þátt-takendur séu af ólíkum stærðum og gerðum.

Það, að fólk er mis-munandi í útliti,  á að ræða á jákvæðan og fordóma-lausan hátt.

Kennarar og starfs-fólk í skólum, frístunda-mið-stöðvum og öðru starfi með börnum og

ung-mennum gerir fjöl-breyti-leika mann lífisins sýni-legan í starfi sínu,  til dæmis með vali á fræðslu- og skemmti-efni.

Ekki á að nota kennslu- eða skemmti-efni sem sýnir neikvæða mynd af holda-fari, hæð eða útliti fólks. 

6.3.2    Stjórnendur í skóla- og frístunda-starfi á vegum Reykjavíkurborgar skulu sjá til þess að starf að heilsu-eflingu sé laust við nei-kvæð skila-boð um holda-far eða útlit.

Það er mikil-vægt að börn og ung-lingar upplifi að þau séu velkomin og metin á eigin forsendum. 

Bannað er að mis-muna fólki vegna kyn-hneigðar, kyn-vitundar, kyn-tjáningar eða kyn-einkenna.

Framlag hvers og eins skal metið án tillits til kyn-hneigðar eða kyn-vitundar.

Ekki skal ganga út frá því að allt fólk sé gagn-kyn-hneigt.

Greina þarf sérstak-lega stöðu hinsegin fólks í borginni. 

7.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald

Allir eiga rétt á virkri þátttöku í Reykjavíkurborg og réttlátri meðferð, óháð kyn-hneigð, kyn-vitund, kyn-tjáningu eða kyn-einkennum

7.1.2   Við undir-búning ákvarðana sem skipta hinsegin fólk máli, skal hafa samráð við

hagsmuna-samtök þeirra. 

7.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi  

Bannað er að segja upp starfs-fólki eða neita um ráðningu, stöðu-hækkun eða

launa-hækkun,  nema það sé af málefna-legum ástæðum. 

7.2.1   Fólk á rétt á að tjá sig, eða tjá sig ekki, um kyn-hneigð, kyn-vitund,

kyn-tjáningu eða kyn-einkenni sín.

7.2.2   Starf-fólk skapar góðann starfs-anda sem er laus við fordóma gagn-vart hinsegin

sam-starfs-fólki og á það við í starfi og leik á vinnu-staðnum. 

 

7.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Starfs-fólk skal ekki ganga út frá því sem vísu að allir sem njóta þjónustu borgarinnar séu gagn-kyn-hneigðir, eða eigi gagn-kyn-hneigða foreldra.

Starfs-fólk gengur heldur ekki út frá því að allir eigi tvo foreldra þar sem sum börn eiga eitt foreldri og önnur fleiri en tvo foreldra.

 

7.3.1    Allt uppeldis- og tóm-stunda-starf, menntun og menningar-starf taki mið af því að þátt-takendur geti verið hinsegin.

Margs konar fjölskyldu-gerðir á að ræða á opinn og fordóma-lausan hátt.  Starfs-fólk í skólum, frístunda-miðstöðvum og öðru starfi með börnum og ung-mennum geri fjöl-breyti-leika sýni-legan í starfi sínu.

Það á einnig við um val á fræðslu- og skemmti-efni sem notað er á öllum skóla-stigum. 

Ábyrgðarfólk skóla- og frístunda-starfs Reykjavíkurborgar á að sjá til þess nemendur fái hinsegin fræðslu.

Bannað er að mis-muna fólki vegna trúar-, lífs- og stjórn-mála-skoðana eða trú-leysis. Framlag hvers og eins skal metið án tillits til trúar-bragða, lífs- og stjórn-mála-skoðana eða trú-leysis.

 

8.1  Reykjavíkurborg sem stjórnvald

Reykjavíkurborg sýnir fólki virðingu óháð trú, trúleysi þess eða skoðunum.

8.1.2   Þegar taka á ákvarðanir sem tengjast trúar- eða lífs-skoðunar-félögum, á að hafa samráð við þau.

 

8.2   Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi 

8.2.1    Reykjavíkurborg gerir ekki upp á milli starfs-manna í launum og kjörum vegna trúar- eða lífs-skoðana, stjórn-mála-skoðana, trú-leysis eða af öðrum ástæðum. 

8.2.2    Allir starfs-menn njóta sömu tæki-færa til starfs-þróunar og menntunar, óháð trúar-, lífs- og stjórn-mála-skoðunum.

8.2.3    Allir starfs-menn bera ábyrgð á að skapa for-dóma-laust starfs-umhverfi. 

8.2.4    Virða ber rétt fólks til að tjá sig, eða tjá sig ekki, um trú sína eða trú-leysi og lífs- og stjórn-mála-skoðanir.  

Ástundun trúar-bragða eða tjáning stjórn-mála -skoðana má ekki trufla starfsemi á

vinnu-stað. 

 

8.3   Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Ólíkar stjórn-mála-skoðanir eða afstaða til trúar-bragða og lífs-skoðana á hverjum tíma á ekki að hafa áhrif á hvernig komið er fram við þá sem nota þjónustu Reykjavíkurborgar. 

 8.3.1    Allir eiga að hafa jafnt aðgengi að þjónustu Reykjavíkurborgar, óháð trú-leysi, stjórn -mála- og lífs- og trúar-skoðunum.

8.3.2    Í uppeldis-, fræðslu-, tóm-stunda- og menningar-starfi á vegum Reykjavíkurborgar skal tillit tekið til ólíkra siða er tengjast ólíkum trúar-brögðum og lífs-skoðunum.

Mikilvægt er að ekki sé gengið út frá því að allir fylgi sömu trú eða séu trúaðir þó að venjulegar trúar-hátíðir lútersku kirkjunnar séu haldnar hátíð-legar sam-kvæmt íslenskum lands-lögum.

Trúar-brögð, trú-leysi og lífs-skoðanir eru kynntar í námi nemenda og í því er fjöl-breyti-leika mann-lífsins lýst.

Ekki á að halda fram einni trú eða lífs-skoðun umfram aðra.

8.3.3    Unnið skal að því að útrýma for-dómum í garð trúar-bragða, trú-leysis og lífs- og stjórn-mála-skoðana.

Bannað er að mis-muna íbúum Reykjavíkurborgar vegna uppruna, litar-háttar eða þjóðernis.

Allir eiga rétt á sams konar viðmóti og fram-komu, óháð uppruna eða þjóðerni.

 

Það á að varast það að flokka alla sem falla undir þessar skil-greiningar sem einn hóp.

Það þarf að greina stöðu kvenna, karla, hinsegin fólks, fatlaðs fólks og fólks sem er af erlendum upp-runa og bregðast við ef einhver verður útundan. 

9.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald

Allir íbúar Reykjavíkurborgar eiga rétt á virkri þátttöku og sann-gjarnri og réttlátri meðferð óháð uppruna.

Leita skal eftir sjónar-miðum hagsmuna-aðila og fag-aðila við stefnu-mótun og

ákvarðana-töku.

Reykjavíkurborg á að stuðla að aukinni þátttöku fólks af erlendum uppruna í málefnum borgarinnar og í stjórnum, ráðum og nefndum.  

 

9.2   Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi 

Til þess að þjóna fjöl-menningu,  þarf Reykjavíkurborg að hafa fólk af ólíkum uppruna í röðum starfs-fólks.

 

Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að fjölga starfs-fólki úr hópi inn-flytjenda í störfum og

á vinnu-stöðum borgarinnar. 

9.2.1    Í auglýsingum er vakin athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum.

Reykjavíkurborg vinnur á móti mis-munun á vinnu-markaði og hvetur

inn-flytjendur og aðra hópa sem stefnan nær yfir,  til að sækja um störf.

 9.2.2   Fólk af erlendum uppruna skal njóta jafn-réttis í öllu ráðningar-ferli og í öllum kjörum og réttindum. 

 

Fólk af erlendum uppruna sem sækir um starf hjá Reykjavíkurborg, eða starfar þar nú þegar, fær leið-beiningar við að meta þá menntun sem það hefur aflað sér.

9.2.3    Reykjavíkurborg kemur í veg fyrir mis-munun hvað varðar starfs-aðstæður,

starfs-þróun og menntun fólks af erlendum uppruna.

Fólk af erlendum uppruna nýtur jafnra tækifæra til starfs-frama og starfs-þróunar.

Fólki af erlendum uppruna er gefinn kostur á starfs-tengdu íslensku-námi og fær fræðslu um starfs-áætlun og þjónustu-markmið vinnu-staðarins.

Tryggja skal að starfs-fólk viti af þessu náms-tilboði.  

9.2.4   Á vinnustöðum Reykjavíkurborgar er unnið á móti for-dómum vegna uppruna,

litar-háttar, þjóðernis eða mis-munandi menningar.

Einnig er boðið upp á fræðslu um marg-breyti-leika,  þegar þess er þörf og þegar eftir því er óskað. 

9.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Tryggt er að inn-flytjendur og fólk af erlendum uppruna eigi greiðan aðgang að þjónustu borgarinnar.

Sérstaklega er tekið mið af þörfum inn-flytjenda þegar þjónusta á vegum hennar er

skipu-lögð.

 

Veitt er túlka-þjónusta í viðtölum, til dæmis hjá ráðgjöfum og í foreldra-samtölum.

 

9.3.1    Allt uppeldis-, fræðslu-, tóm-stunda- og menningar-starf á vegum Reykjavíkurborgar tekur mið af þörfum barna af erlendum uppruna.

Þeim skal veittur sérstakur stuðningur og íslensku-kennsla,  til þess að þau njóti sömu tækifæra og önnur börn.

Þess skal líka gætt að íslensk börn fái fræðslu um aðra menningar-heima.

 

Einnig er mikil-vægt að tryggja þátt-töku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og

frístunda-starfi barna sinna og aðgengi þeirra að upp-lýsingum.

Fjöl-breytni og marbreyti-leiki á að koma fram í daglegu starfi með börnum og

ung-mennum.

Þau eiga líka að fá tækifæri til að viðhalda móður-máli sínu og kynna menningu þess lands sem þau koma frá.

9.3.2    Stofnanir Reykjavíkurborgar eiga að búa til aðgengi-legt og auð-skilið

upplýsinga-efni um þjónustu sem er í boði.

Það á að vera á tungu-málum þeirra hópa sem fjöl-mennastir eru í Reykjavík.

 

9.3.3    Starfs-fólk skapar umhverfi sem er laust við fordóma í garð einstak-linga vegna uppruna, litar-háttar, þjóðernis eða menningar-legs bakgrunns.

Starfs-fólk leggur sig fram um vinsam-leg sam-skipti þó að ólík þekking á tungu-málum geti valdið erfið-leikum.

Það þarf að tryggja starfs-fólki þekkingu til að sinna starfi í fjöl-menningar-legu og

marg-breyti-legu samfélagi í Reykjavík. 

Reykjavíkurborg viður-kennir rétt hverrar manneskju til að búa í heil-næmu umhverfi.

Með heil-næmu umhverfi er átt við umhverfi sem er laust við mengað vatn, mengað andrúms-loft eða mengaðan jarðveg sem spillir heilsu fólks eða lífríki.

Umhverfi tekur til borgarinnar og náttúrunnar innan borgar-marka.

Allir íbúar eiga að geta notið þeirra lífs-gæða sem felast í hollu og að-gengi-legu umhverfi. Þeir eiga einnig að geta fengið upp-lýsingar um og komið að ákvörðunum sem skipta máli í umhverfi þeirra.

Alltaf skal huga að ólíkri stöðu kynja og áhrifum ýmiss konar mis-mununar. 

Vegna kyns, uppruna, fötlunar, aldurs eða annarrar stöðu,  getur fólk haft ólíkar þarfir um aðgengi að upp-lýsingum og þátt-töku í ákvörðunum sem skipta máli í umhverfi þeirra.

Gera á kröfur til borgarbúa um að minnka vist-spor sitt og ber stjórn-völdum að styðja þá til þess.  

10.1. Reykjavíkurborg sem stjórnvald 

10.1.1 Reykjavíkurborg verndar rétt íbúa til heil-næmra  lífs-skilyrða.

Umhverfis- og auð-linda-stefna borgarinnar miðar að því að tryggja lífs-gæði núlifandi og næstu kynslóða með öflugri umhverfis-vernd,  sjálf-bærri nýtingu auð-linda, mark-vissum aðgerðum í loftlags-málum, aðgengi íbúa að úti-vistar-svæðum,  aukinni endur-vinnslu og minnkun úrgangs.

 

10.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi

10.2.1 Reykjavíkurborg viður-kennir rétt starfs-fólks til að búa við heil-næmt vinnu-umhverfi og heilsu-samleg vinnu-skilyrði.

Ekki skal mismuna fólki á grundvelli umhverfis-legra þátta.

Reykjavíkurborg er vist-vænn vinnu-staður sem axlar sam-félags-lega ábyrgð og gerir kröfur til starfs-fólks um að minnka vist-spor sitt.

Með því að inn-leiða græn skref á hverri starfs-stöð Reykjavíkurborgar, sem snúast um að efla vist-vænan rekstur, stuðlar Reykjavíkurborg að mann-réttindum. 

10.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

10.3.1 Reykjavíkurborg sér til þess að allir hafi aðgengi að fjöl-breyttu umhverfi í borginni, bæði mann-gerðu og náttúru-legu.

10.3.2    Reykjavíkurborg skuld-bindur sig til að búa borgar-búum hollt umhverfi sem ógnar ekki heilsu fólks.

Í þessu felst skuld-binding um að umhverfis-vernd og umhverfis-gæði séu á háu stigi.

Hafa skal sérstaka stefnu um sorp, hávaða, loft-gæði og líffræði-legan fjöl-breyti-leika sem vinnur á móti áhrifum lofts-lags-breytinga. 

Reykjavíkurborg viður-kennir rétt allra til að búa við frið og öryggi.

Í friðsam-legu umhverfi býr fólk við öryggi,  en ekki stríð, frelsis-skerðingu, ógn eða áreitni af einhverju tagi.

Allir borgar-búar skulu geta ferðast um borgar-landið án þess að öryggi þeirra sé ógnað.

11.1.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald 

11.1.2 Reykjavíkurborg vill leggja sig fram um að tryggja frið og öryggi borgarbúa í góðri

sam-vinnu við þá sem við á hverju sinni.  

11.1.3    Reykjavíkurborg stendur vörð um frið og öryggi í sam-skiptum sveitar-félaga og í sam-skiptum við önnur lönd.

Reykjavíkurborg leggur alls staðar áherslu á það hlutverk sitt að eyða ofbeldi og vinna að

frið-sam-legum sam-skiptum milli einstak-linga, ríkja eða alþjóða-stofnana. 

11.1.4    Reykjavíkurborg vinnur að því að tryggja að umhverfi borgarinnar sé sem öruggast. Sérstaklega skal hafa í huga hópa sem eru í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir ofbeldi. 

11.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi

11.2.1    Reykjavíkurborg viður-kennir rétt starfs-fólks til að starfa í öruggu vinnu-umhverfi sem ógnar ekki heilsu þess.

Reykjavíkurborg stuðlar að öryggi og vellíðan á vinnu-stað og setur sér áætlanir til að tryggja að starfs-fólk borgarinnar verði ekki fyrir einelti, áreitni, kyn-ferðis-legri áreitni eða öðru ofbeldi.

Það felur meðal annars í sér að Reykjavíkurborg líður ekki meiðandi eða ögrandi umræðu í

vinnu-umhverfi, svo sem kyn-ferðis-lega meiðandi efni eða efni sem sýnir for-dóma í garð einhvers hóps,  enda getur það haft slæm áhrif á líðan fólks á vinnu-stað. 

11.2.2.    Reykjavíkurborg fræðir starfs-fólk um einelti, áreitni, kynferðis-lega áreitni og ofbeldi á vinnu-stað.

Það sama gildir um þá sem njóta þjónustu Reykjavíkurborgar.

Við-bragðs -áætlanir skulu vera til staðar.

Huga þarf sér-stak-lega að því að einelti getur til dæmis komið fram sem kyn-þátta-hatur, sem fordómar gagn-vart fötluðu fólki, öldruðum og hinsegin fólki.

Einnig þarf að huga að ólíkri stöðu kynja og marg-þættri mis-munun. 

11.3 Reykjavíkurborg sem miðstöð þjónustu

Reykjavíkurborg skuld-bindur sig til að búa íbúum öruggt og frið-sam-legt umhverfi.

Það felur í sér aðgerðir til að draga úr eða fjarlægja hættur í umhverfinu, svo sem með því að gæta að öryggi mann-virkja og lýsingu.

Hér þarf að gæta að því sérstak-lega,  að fólk stendur frammi fyrir ólíkum vanda-málum hvað snertir öryggi.

Huga þarf að ólíkri stöðu kynja, aldri, uppruna, fötluðu fólki og öðrum hópum sem mann-réttinda-stefnan tekur til.

Sérstak-lega þarf að huga að áhrifum marg-faldrar mis-mununar.

Reykjavíkurborg á sam-starf við marga í vinnu sinni að mann-réttindum.

Í inn-kaupa -stefnu Reykjavíkurborgar segir að við inn-kaup sé,  auk kostnaðar,  tekið tillit til gæða-, umhverfis- og mann-réttinda-sjónar-miða.

12.2   Öllum nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar sem úthluta styrkjum ber að fara eftir mann-réttinda-stefnu Reykjavíkurborgar.

12.3    Styrkir Reykjavíkurborgar eru bundnir því skilyrði að unnið sé á móti mis-munun og með jafnrétti.

Mann-réttinda-ráð getur farið fram á greinar-gerð,  frá þeim sem þyggja styrki,  um ráðstöfun styrks og þannig má fylgjast með því að styrkurinn sé nýttur á jafn-réttis-grundvelli.

12.4    Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að fara fram á að sam-starfs-aðilar,  sem þiggja styrki,  geri mann-réttinda-áætlun sem hægt er að meta árangur af. 

12.5    Reykjavíkurborg gerir þær kröfur til þeirra fyrirtækja sem hún kaupir þjónustu af að þau virði mann-réttindi þeirra sem þau þjónusta í nafni Reykjavíkurborgar og mismuni ekki starfs-fólki sínu.

12.6    Reykjavíkurborg hvetur þau fyrirtæki sem hún kaupir þjónustu af,  að móta sér mann-réttinda-áætlun,  sem hægt er að meta árangur af.  

Reykjavíkurborg aflar og dreifir þekkingu á stöðu og aðstæðum allra hópa sem stefnan nær til.

Reykjavíkurborg er með upp-lýsinga-stefnu þar sem segir að borgin dreifi aðgengi-legu og auð-skildu upplýsinga-efni á tungu-málum þeirra íbúa sem koma frá öðrum löndum og eru fjöl-mennastir í Reykjavík.

13.1    Könnuð er afstaða til þjónustu Reykjavíkurborgar, bæði með könnunum og öðrum leiðum til að greina hvort íbúum sé mis-munað í þjónustu. 

13.2    Reykjavíkurborg fylgir eftir stefnu-mótun og kannar stöðu starfs-manna og greinir eftir kynjum.

13.3    Í allri öflun og greiningu gagna hjá Reykjavíkurborg eru upplýsingar kyn-greindar,

(16. gr. jafnréttislaga), en einnig alltaf greindar eftir þeim hópum sem stefnan nær til þegar því verður við komið.

13.4    Allri þekkingu,  sem Reykjavíkurborg aflar,  er dreift skipu-lega innan borgarinnar og þekkingin notuð til að bæta þjónustu, vinna á móti for-dómum, auka jafn-rétti á vinnu-stöðum og fræða íbúa.

13.5    Allar upp-lýsingar Reykjavíkurborgar taka eins mikið tillit til marg-breyti-leika þeirra sem búa í borginni og mögulegt er.

14.6    Mann-réttinda-skrifstofu ber að:

a) vinna, ásamt mann-réttinda-ráði, starfs- 14.1    Stjórnendur og starfs-menn Reykjavíkurborgar bera ábyrgð á því að tryggja

mann-réttindi og að þau séu virt í stjórn-kerfi Reykjavíkurborgar.

Einnig á vinnu-stöðum hennar og í þjónustu, enda skal þeim gert það mögu-legt með

fjár-magni og fræðslu. 

Stjórnendur bera ábyrgð á að:

     a) vinna samkvæmt stefnunni

     b) tilnefna mann-réttinda-fulltrúa á öllum sviðum Reykjavíkurborgar

     c) kynna stefnuna

 

14.2    Stjórnendur skóla- og frístunda-starfs bera ábyrgð á að:

a) fræðsla og umræða um jafn-rétti sé hluti af skóla- og frístunda-starfi eins og segir í    

aðal-námskrá leik- og grunn-skóla og starfs-skrá frístunda -miðstöðva

b) náms- og viðfangs -efni mis-muni ekki kynjum, vinni á móti fordómum og hafi

mann-réttindi allra hópa að leiðar-ljósi

c) kennslu- og starfs-hættir taki mið af því fjöl-breytta samfélagi sem við búum í

d) í náms- og starfs-fræðslu sé lögð áhersla á að kynna öllum nemendum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefð-bundin kvenna eða karla-störf.

14.3    Stjórnendur í íþrótta-, tóm-stunda-, æskulýðs- og menningar-starfi bera sérstaka ábyrgð á að:

a) skipuleggja félags- menningar og tóm-stundastarf með jafnrétti að leiðar-ljósi

b) tryggja að félaga-samtök sem njóta aðstöðu, styrkja eða annarra gæða frá Reykjavíkurborg, svo sem til íþrótta-iðkunar, gæti jafn-réttis að öllu leyti.

 14.4    Stjórnendur þjónustu-stofnana bera sérstaka ábyrgð á því að: 

a) fyllsta jafn-réttis sé gætt í þjónustu Reykjavíkurborgar

b) unnið sé skipu-lega á móti for-dómum innan þjónustu-stofnana og gagn-vart þeim sem njóta þjónustu.

 

 14.5    Mann –réttinda -ráði ber að:

a) sjá til þess að stefnunni sé fylgt eftir

b) kynna stefnuna og vinna að öflun þekkingar og dreifingu upp-lýsinga í sam-ráði og

sam-tali við íbúa og aðra sem við á.

og fjár-hags-áætlun mann-réttinda -mála

b) fylgja eftir ákvörðunum mann-réttinda-ráðs

c) vinna aðgerða-áætlun í mann-réttindum í sam-vinnu við þá sem við á

d) efla samráð innan Reykjavíkurborgar í þeim málum sem stefnan nær til

e) efla umræðu á þeim sviðum sem stefnan nær til

f) eiga sam-vinnu við félög og önnur sveitar-félög í málum sem stefnan nær til

g) eiga samráð við tilnefnda mann-réttinda-fulltrúa á sviðum Reykjavíkurborgar

h) eiga frum-kvæði að verkefnum

i) standa vörð um að íbúum sé ekki mis-munað vegna uppruna, þjóðernis, tungu-máls,

litar-háttar, trúar-bragða, lífs-, stjórn-mála-skoðana, trú-leysis, kyns, kyn-hneigðar,

kyn-vitundar, kyn-tjáningar, kyn-einkenna, aldurs, fötlunar, holda-fars, líkams-gerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.