Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fylgir eftir ákvörðunum mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Ráðið starfar í umboði borgarráðs Reykjavíkur og mótar stefnu, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs í mannréttindamálum.
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa sér um að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Mannréttindastefnan byggir á mannréttindum og jafnræðisreglunni. Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda. Hana er að finna í helstu mannréttindasamningum og í 65. gr. stjórnarskrárinnar en reglan kveður á um að bannað sé að mismuna fólki á grundvelli tiltekinna eiginleika þess eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum.
Bæklingur um mannréttindastefnuna á bæði íslensku og ensku.
Bæklingur um mannréttindastefnuna á bæði íslensku og pólsku.
Aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2022.
Helstu verkefni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu eru:
-
Annast framkvæmd mannréttindastefnu
-
Vinna ásamt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði að aðgerðaáætlunum í mannréttinda- og lýðræðismálum
-
Fylgja eftir ákvörðunum mannréttinda-,nýsköpunar og lýðræðisráðs, öldungaráðs, fjölmenningarráðs, ofbeldisvarnarnefndar og aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks.
-
Eiga samvinnu við félög og önnur sveitarfélög í málum sem mannréttindastefna Reykjavíkurborgar nær til
-
Eiga samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á sviðum borgarinnar
-
Efla samráð í mannréttinda- og lýðræðismálum innan borgarinnar
-
Eiga frumkvæði að verkefnum sem tryggja mannréttindi borgarbúa
-
Standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, þjóðernis, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
Á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu eru vistuð, auk mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs eftirtalin ráð og nefndir:
-
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Verksvið hennar er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni fatlaðs fólks í aðgengismálum í víðum skilningi, við mótun allrar þjónustu borgarinnar sem snýr að fötluðu fólki og eftir atvikum öðrum hagsmunamálum fatlaðs fólks.
-
Fjölmenningarráð. Verksvið þess er að vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni hagsmuni borgarbúa sem eru innflytjendur.
-
Íbúaráð. Verksvið þeirra er að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar og eru mikilvægur samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar.
-
Ofbeldisvarnarnefnd. Verksvið hennar er að vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um aðgerðir og viðbrögð við ofbeldi í samfélaginu.
-
Öldungaráð. Verksvið þess er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem er 67 ára og eldri.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Hægt er að hafa samband við skrifstofuna gegnum netfangið mannrettindi@reykjavik.is eða í síma 411 4156. Af hverju ætti ég að hafa samband við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu?