Kynning á frummatsskýrslu vegna landfyllingar í Elliðaárvogi Reykjavík
Frummatskýrsla vegna fyrirhugaðrar 13 ha landfyllingar í Elliðaárvogi í Reykjavík er nú í kynningu hjá Skipulagsstofnun.

Unnar voru athuganir á botngerð, botndýralífríki, straumum, fuglum og göngu laxfiska. Í frummatsskýrslu er greint frá niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum fyrirhugðrar landfyllingar á þessa þætti.

Reykjavíkurborg er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti.    

Skipulagsstofnun auglýsir nú frummatsskýrsluna til kynningar miðvikudaginn 11. maí og er almennur frestur til að skila athugasemdum til Skipulagsstofnunar 6 vikur frá þeim degi eða til 23. júní 2016.
 
Reykjavíkurborg stendur fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslunni þann 19. maí 2016 kl. 17:00 til 19:00 í hverfisbækistöð Reykjavíkurborgar að Stórhöfða 9 og eru allir velkomnir.
 
 
Viðaukar í tengdum skjölum til hægri