Menningarfáninn er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hann var veittur í fimmta sinn haustið 2017 og kom þá í hlut Dalskóla og Hagaskóla. 

Eftirfarandi starfsstaðir skóla- og frístundasviðs hafa hlotið Menningarfána Reykjavíkur;

 • 2012 – Dalskóli
 • 2014 – Laufásborg
 • 2015 – Árbæjarskóli og Kampur frístundamiðstöð 
 • 2016 – Ingunnarskóli, Gullborg og Sæborg
 • 2017 – Hagaskóli og Dalskóli

Um menningarfánann

 • Menningarfáni er veittur sem viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarf
 • Einn til fjórir starfsstaðir geta hlotið Menningarfánann árlega 
 • Starfsstaður sem hlýtur menningarfánann fær viðurkenningarskjal og getur merkt vefsvæði sín, skjöl og verkefni með menningarfánamerkinu
 • Í viðurkenningunni felst smá fjárstyrkur sem ætlaður er sem styrkur inn í frekara lista-  og menningarstarf
 • Menningarfáninn er veittur á sérstökum viðburði á Barnamenningarhátíð
 • Handhafar menningarfánans geta fyrst sótt um aftur að fjórum árum liðnum
 • Starfsstaðir geta sótt um einir eða fleiri saman vegna formaðs samstarfs

Leiðarljós

Menningarfáninn byggir á menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020 þar sem áhersla er lögð á að:

 • Menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni
 • Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs eigi góða samvinnu um listuppeldi við listamenn, söfn og menningarmiðstöðvar í borginni
 • Áhersla sé lögð á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og framlag þeirra til menningar metið að verðleikum

Markmið

 • Framlag barna til menningar og lista verði metið að verðleikum og gert sýnilegt í menningarlandslagi borgarinnar
 • Styrkja meðvitund barna og unglinga um menningararfinn og ýta undir skapandi og frumlega hugsun
 • Efla tengsl barna og unglinga við nærsamfélag sitt með fjölþættri samvinnu milli þeirra, menningarstofnana og listamanna
 • Útfærsla menningarstefnu Reykjavíkurborgar kallist á við menningarstefnu ríkisins
 • Auka þátt menningar og lista í námi og leik barna og unglinga
 • Auka fjölbreytni, víðsýni og virðingu fyrir lífi og menningu annarra með auknu menningarlæsi
 • List og menning sé sýnileg og (gagn)virkur hluti af skóla- og frístundarýminu og umhverfi þess
 • Rækta menningarlega sjálfsmynd barna og unglinga

Umsókn um menningarfánann

Til þess að öðlast menningarfána þarf leikskóli, grunnskóli, frístundaheimili, félagsmiðstöð eða skólahljómsveit í Reykjavík að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Setja sér stefnu um lista- og menningarstarf sem byggir á menningarstefnu Reykjavíkurborgar, starfsáætlun SFS aðalnámskrá og/eða starfsskrá frístundamiðstöðva SFS. Í menningarstefnu felst leiðarljós, markmið og skilgreindar aðgerðir til að ná markmiðunum.
 • Skipa tengilið / fánabera. Hlutverk hans er að annast samskipti og upplýsingamiðlun innan og utan stofnunarinnar vegna menningaruppeldis
 • Eiga í virku samstarfi við þær menningar- og listastofnanir sem eru í nærsamfélaginu og/eða hópa listamanna
 • Nýta sér það framboð menningarstofnana sem snýr að menningaruppeldi barna og unglinga
 • Hafa breiða flóru listgreina að leiðarljósi í skóla- og frístundastarfi
 • Fá listamenn til samstarfs
 • Skapa rými í skóla- og frístundastarfi fyrir óvænt skapandi verkefni
 • Huga að símenntun starfsmanna í menningaruppeldi
 • Leggja áherslu á skapandi framsetningu og úrvinnslu námsefnis í formlegu og/eða óformlegu námi

Umsóknir ber að senda á netfangið menningarfani@reykjavik.is
Tengiliður um menningarfánann er Harpa Rut Hilmarsdóttir harpa.rut.hilmarsdottir@reykjavik.is