Menningarstefna Reykjavíkurborgar hefur það að markmiði að árið  2030 hafi allir íbúar jöfn tækifæri til þess að njóta lista, menningar og menningararfs bæði sem þátttakendur og neytendur. Lista- og menningarlíf borgarinnar á ekki að vera einsleitt heldur endurspegla hið fjölbreytta mannlíf borgarinnar. Reykjavikurborg stefnir á að i borginni verði framúrskarandi aðstæður tillistsköpunar og að Reykjavík verði borg sem listafólk sækist eftir að búa og starfa í. Reykjavik á að verða þekkt menningarborg um heim allan og ferðamenn komi hingað gagngert til að upplifa reykvíska list og menningu.