Í öllum grunnskólum og hjá skólahljómsveitum er stuðst við Mentor sem er heildstætt upplýsinga– og námskerfi fyrir nemendur, foreldra og skólann.

Þegar nemandi hefur nám í grunnskóla fá foreldrar hans aðgang að Mentor.

Skólinn hefur tök á að senda reglulega upplýsingar um nám barnsins og skólastarfið til foreldra og foreldrar geta einnig sent upplýsingar til skólans.

Með Mentor getur skólinn sett fram markmið fyrir hverja námsgrein á skýran og einfaldan hátt og þannig geta foreldrar alltaf haft aðgang að þeim markmiðum sem barn þeirra vinnur að og því sem við tekur.