Náttúruskóli Reykjavíkur býður upp á fjölbreytta fræðslu um útikennslu og umhverfismennt fyrir leik- og grunnskóla. Skólinn býður upp á fjölbreytta fræðslu og ráðgjöf um menntun til sjálfbærni, útinám og umhverfismennt. 

Náttúruskóli Reykjavíkur er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar.  Verkefnið hófst í ágúst 2005.

Markmið Náttúruskólans

  • Að styðja við menntun til sjálfbærni.
  • Að efla útinám í grunn- og leikskólum borgarinnar.
  • Að skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfis- og auðlindastefnu borgarinnar.

Leiðir

  • Náttúruskólinn er miðstöð þekkingar og upplýsinga um menntun til sjálfbærni, útinám og umhverfismennt.
  • Náttúruskólinn veitir leik- og grunnskólum aðstoð og ráðgjöf við innleiðingu menntunar til sjálfbærni, útináms og umhverfismenntar með hliðsjón af markmiðum nýrrar aðalnámskrár.
  • Náttúruskólinn býður upp á fjölbreytt námskeið og fræðslu um menntun til sjálfbærni, útinám og umhverfismennt. Á vegum skólans starfa meðal annars jafningjafræðsluteymi sem miðla þekkingu og hugmyndum að kennsluverkefnum sín á milli.
  • Náttúruskólinn heldur utan um gerð samninga við leik- og grunnskóla um græn svæði í nágrenni skóla sem notuð eru sem vettvangur útináms.
  • Náttúruskólinn er í nánu samstarfi við ýmsa aðila innan og utan borgarinnar sem koma að fræðslu barna og unglinga um menntun til sjálfbærni, umhverfismál og útikennslu.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Náttúruskólans - www.natturuskoli.is.

Guðrún María Ólafsdóttir er verkefnastjóri Náttúruskólans sem staðsettur er í Gufunesbæ.