Ofbeldi

Ofbeldi getur verið:

  • Líkamlegt ofbeldi. Til dæmis að kýla, slá og sparka.

  • Andlegt ofbeldi. Til dæmis að hóta, skamma, ógna, niður-lægja og stjórna.

  • Kynferðis-legt ofbeldi. Til dæmis nauðgun eða kynferðis-leg áreitni. Kynferðis-leg áreitni er til dæmis snerting sem þú vilt ekki.

Fólk sem verður fyrir ofbeldi kallast brotaþolar.

Þeir sem beita ofbeldi geta bæði verið konur og karlar. Brotaþolar geta verið bæði konur og karlar þó konur séu oftar brotaþolar.

Stundum er fólk ekki alveg visst um hvort það hafi orðið fyrir ofbeldi. Þá er mikilvægt að ræða við vin eða sér-fræðinga til dæmis í Kvenna-athvarfinu eða hjá Stígamótum.

Enginn á að þurfa að þola ofbeldi.
Ofbeldi brýtur gegn mann-réttindum og frelsi fólks.

Allir eiga rétt á að leita sér hjálpar gegn ofbeldi.
Ofbeldi er aldrei brotaþola að kenna!

Ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi eða þekkir til einhvers sem hefur orðið fyrir ofbeldi eru til staðir þar sem hægt er að fá aðstoð.

Hvar get ég leitað hjálpar?

Þú getur alltaf hringt í 112. Það er líka hægt að hafa samband við alla sem eru hér fyrir neðan:

Höfuðborgar-svæðið:

Kvenna-athvarfið

Sími á skrifstofu:  561-3720

Neyðarnúmer allan sólar-hringinn: 561-1205

Tölvupóstur: Kvennaathvarf@kvennaathvarf.is

Athvarfið er fyrir konur og börn þeirra þegar þau geta ekki verið heima hjá sér vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis    eiginmanns, eða annarra sem búa á heimilinu.

Athvarfið er líka fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun.

Símaráðgjöf allan sólar-hringinn í síma 561 1205.

Konur geta hringt og rætt málin. Þær geta fengið stuðning og upp-lýsingar.

Viðtöl eru í boði þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upp-lýsingar án þess að gista.

Nauðsyn-legt er að hringja fyrst í síma 561- 1205 og panta tíma.

Til eru hópar þar þar sem konur hittast til að hjálpa hver annarri. Þær fá aðstoð frá starfskonu Kvenna-athvarfsins.

Nauðsyn-legt er að koma í viðtal áður.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.

Það þarf að bóka tíma. Opnunartími er 9-17 alla virka daga

Símanúmer Bjarkarhlíðar er 553-3000

Einnig má senda tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is

Þjónustu-miðstöðvar Reykjavíkur-borgar

Þjónustu-miðstöðvar veita ráðgjöf fyrir þá sem eru beittir ofbeldi. Hér eru upp-lýsingar um þjónustu-miðstöðvar í Reykjavík.

Þú getur líka hringt í þjónustu-ver borgarinnar og fengið upp-lýsingar um þína þjónustu-miðstöð eða fengið beint samband við þjónustu-miðstöð. 

Þjónustuver Reykjavíkur-borgar

Sími: 4 11 11 11

Netfang: upplysingar@reykjavik.is

Stígamót

Hverfisgata 115

105 Reykjavík

Sími : 562-6868 eða 800-6868

Tölvupóstur: stigamot@stigamot.is

Þjónusta Stígamóta er bæði fyrir konur og karla sem eru 18 ára eða eldri.
Flestir sem koma til Stígamóta hafa orðið fyrir kynferðis-legu ofbeldi.

Stígamót eru líka fyrir fjölskyldu-meðlimi og aðra sem eru nánir þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi.

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðis-ofbeldis Landspítalanum

Landspítalinn – Fossvogi

Sími:

543-1000   Aðal-skiptiborð

543-2000   Afgreiðsla bráðamóttöku

543-2094   Neyðarmóttaka á daginn

543-2085   Áfallamiðstöð

Neyðarmóttakan veitir þeim þjónustu sem hefur verið nauðgað eða hafa lent í tilraun til nauðgunar.

Tilgangur með þjónustu neyðar-móttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir heilsutjón.
Allir geta notað þessa þjónustu Landspítalans.

Kvenna-ráðgjöfin

Túngata 14

101 Reykjavík

Sími: 552-1500

Kvennaráðgjöfin er með ókeypis lögfræði-aðstoð og félagsráðgjöf sem er fyrir alla.

Opnunartímar eru:

Þriðjudaga frá klukkan 8 eftir hádegi til klukkan 10 eftir hádegi.

Fimmtudaga frá klukkan 2 eftir hádegi til klukkan 4 eftir hádegi.

Megin-tilgangur starfseminnar er að veita stuðning og ráðgjöf.

Þjónustan kostar ekki neitt.

Það þarf ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónu-upplýsingar.

Heimilisfriður 

Sími : 555-3020

Meðferð fyrir fólk sem beitir ofbeldi.

Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál. 

Ef þú þekkir einhvern sem hefur beitt eða verið beittur ofbeldi á heimilinu getur þú bent þeirri manneskju á Heimilis-frið.

Landsbyggðin:

Akureyri

Aflið 


Aflið býður upp á aðstoð fyrir öll sem hafa orðið fyrir kynferðis-ofbeldi eða heimilis-ofbeldi.

Aflið er líka fyrir þau sem eru náin þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi og vilja fá ráðgjöf.

Mikil áhersla er lögð á að halda trúnað við alla sem leita til Aflsins þar sem málin eru oft viðkvæm og persónuleg.

Sími: 461 5959

Gsm: 857 5959

Netfang: Aflidakureyri@gmail.com

Bjarmahlíð, Akureyri

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Í Bjarmahlíð er hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. 

Bjarmahlíð er staðsett í Aðalstræti 14, 600 Akureyri.

Símanúmer: 551-2520

Netfang: bjarmahlid@bjarmahlid.is

Ísafjörður

Fjölmenningarsetur 

Á Fjölmenningarsetrinu er hægt að finna ýmsar upplýsingar sem varðar innflytjendur.

Þar er hægt að fá upplýsingar um íslenskt samfélag, íslenskukennslu, réttindi og skyldur, túlkun, þýðingar og fleira.

Símanúmer: 450-3090 (Íslenska/enska), 470-4702 (Tælenska), 470-4705 (Spænska),

470-4706 (Litháenska), 470-4707 (Rússneska), 470-4708 (Pólska), 470-4709 (Serbneska/Króatíska)

Heimilisfang: Árnagata 2-4, Ísafjörður

Netfang: mcc@mcc.is

Símanúmer bráðamóttökunnar á Akureyri: 463-0800

Félagsleg þjónusta í þínu sveitarfélagi býður einnig upp á ýmsa ráðgjöf og aðstoð.

Til baka á upphafssíðu Saman gegn ofbeldi