Talið er að um það bil 5-8 % barna séu með ofnæmi eða óþol fyrir einni eða fleiri fæðutegundum. Mörg þeirra vaxa frá ofnæminu og því eru um það bil 2-3 % fullorðinna með ofnæmi eða óþol.
Mikilvægt er að starfsfólk í mötuneytum meðhöndli matvæli rétt og haldi þeim aðskildum svo börn með ofnæmi og óþol verði ekki fyrir óþægindum eða lendi í lífsháska vegna óæskilegs matar.
Starfsfólk skólamötuneyta þarf að vita nákvæmlega hvaða efni eru í samsettum matvælum, s.s. kjötbollum, brauði, sósum, súpum o.s.frv. einmitt vegna barna sem eru með ofnæmi eða óþol. Ýmsar leiðbeiningar um matreiðslu fyrir börn með ofnæmi og fæðuóþol eru til svo og aðrar gagnlegar upplýsingar sem eru hér til hægri.
Skilaboð um fæðuofnæmi og óþol.