Ekki er til nein algild skilgreining á hugtakinu opinn skóla en Hrund Gautadóttur og Eygló Friðriksdóttur hafa skilgreint hann svo:

 • Aldursblöndun í bekki eða blandaðir hópar, þ.e. ekki getuskiptir.
 • Nánasta umhverfi er mikið nýtt til kennslu hér er einnig vísað til frelsis nemenda til að fara um skólann og notkun nemenda og kennara ánánasta umhverfi til náms.
 • Kennslurými er skipt upp í svæði með mismunandi viðfangsefnum og nemendur fást við ólík viðfangsefni á sama tíma.
 • Nemendur hafa mikið val um hvað þeir gera, hvernig og hvenær þeir taka þátt .
 • Leikur er mikið notaður í kennslu, nemendur eru virkir og þar af leiðandi ríkir ekki þögn.
 • Mikil samvinna er milli nemenda, kennara og foreldra. Foreldrar koma í skólann og taka þátt í starfinu með ýmsum hætti.
 • Borin er virðing fyrir nemendum og þeim treyst, þeir hafa aðgang að húsnæði skólans (ekki allt læst).
 • Mikið er af fjölbreyttum námsgögnum og efni sem nemendur koma með.
 • Ekki er mikil áhersla á formlegt kennslufyrirkomulag.
 • Nemendum er mikið kennt í litlum hópum, einnig mikil einstaklingsvinna.
 • Nemendur taka mikinn þátt í að setja reglur, reglur sem eru fáar og einfaldar.
 • Mikið og gott skipulag.

Dæmi um skóla sem teljast opnir að einhverju eða öllu leyti eru Ingunnarskóli, Norðlingaskóli, Víkurskóli, Korpuskóli , Dalskóli og Sæmundarskóli.