Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu (SAF) fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) skrifuðu 12. desember 2016 undir samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Samkomulagið miðar að því að bæta samskipti og samstarf milli þessara aðila.
Markmiðið með samkomulaginu er að skemmtistaðir verði ofbeldislausir og öruggir.
Samkomulagið var endurnýjað 10. september 2019.
Til að sinna þessu verkefni var sett á fót teymi sem í eiga sæti fulltrúar Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH), Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu (SHS) og Samtaka ferðaþjónustunnar, fyrir hönd skemmtistaða (SAF). Í teyminu eiga sæti:
Jóhann Karl Þórisson (LRH) sem leiðir teymið,
Bjarni Kjartansson (SHS),
Brynjar Þór Friðriksson (SHS),
Gunnar Valur Sveinsson (SAF),
Rafn Hilmar Guðmundsson (LRH),
og Tómas Ingi Adolfsson (Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar).
Þeir skemmtistaðir sem vilja taka þátt í þessu verkefni geta sent póst á netfangið oryggi@reykjavik.is. Einnig er hægt að senda póst á þetta netfang hafi fólk einhverjar ábendingar tengdar öryggi á eða við skemmtistaði.
Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði undirritað í september 2019.
Skemmtistaðir sem eru þátttakendur í verkefninu eru:
American Bar
B5
Bar Ananas
Bjarni Fel
Bravó
Den Danske Kro
Dillon
Gamla bíó og Petersen svítan
Gullhamrar
English Pub
Hressingarskálinn
Íslenski barinn
Kaffibarinn
Kofinn
Prikið
Ölstofa Kormáks og Skjaldar