Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um öryggi.
Í aðgerðaáætlun í mannréttindamálum kemur fram að markmið borgarinnar er að tryggja öryggi borgarbúa.Því skal náð með því að vinna að verkefninu Nordic Safe Citites sem borgin er aðili að sem og að vinna með lögreglunni, slökkviliðinu og Samtökum aðila í ferðaþjónustu að öruggum skemmtilstöðum.
Verkefni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem snúa að heilsufari má nálgast í aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2022.
Hér er að finna nokkur verkefni sem skrifstofan hefur sinnt og snúa að aldri:
  • Saman gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfsins og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til að vinna gegn heimilisofbeldi. Í gegnum verkefnið hefur staða innflytjenda, fatlaðs fólks og hinsegin fólks verið sérstaklega skoðuð og hafa verið gefnar út skýrslur, bæklingar og tölulegar upplýsingar.
  • Öruggir skemmtistaðir er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu (SAF) fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) og er markmiðið að tryggja ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.