Í borgarráði sitja sjö borgarfulltrúar kjörnir af borgarstjórn til eins árs í senn og jafnmargir til vara. Borgarstjóri situr fundi borgarráðs, en hann hefur þar ekki atkvæðisrétt nema hann sé sérstaklega í það kjörinn. Flokkur sem fulltrúa á í borgarstjórn, en ekki í borgarráði, má tilnefna borgarfulltrúa til að sitja fundi borgarráðs með málfrelsi og tillögurétt.

Reglulegir fundir borgarráðs eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudögum og hefjast kl. 9:00.