Skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlands sér um allan daglegan rekstur og umhirðu á borgalandinu og þjónustu vegna veghalds í Reykjavík. Meginverkefni skrifstofunnar er rekstur hverfastöðva gatnamála, verkbækistöðva garðyrkju og þjónustumiðstöðvar borgarlandsins. Undir rekstur og umhirðu borgarlandsins fellur meðal annars vetrarþjónusta, garðyrkja og ræktun, viðhalds- og eftirlitsverkefni á götum, gönguleiðum og opnum svæðum, grassláttur, hreinsun borgarlandsins, uppsetning og viðhald umferðarljósa, uppsetning og viðhald umferðarskilta, rekstur gatnalýsingar, rekstur strætóskýla í eigu borgarinnar, umsjón með útmörk Reykjavíkur (uppland borgarinnar, 1700 ha opið útivistarsvæði) og búfjárhaldi, útgáfa og eftirlit með afnotaleyfum á borgarlandinu, leyfisveitingar og eftirlit vegna götu- og torgsölu, veghald og ýmiss annar undirbúningur vegna viðburða í borgarlandinu.
 

 • Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri.
 • Hafsteinn Viktorsson, deildarstjóri vestursvæðis.
 • Einar Guðmannsson, deildarstjóri austursvæðis.
 • Björn Ingvarsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar.
 • Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri.
 • Arnar Þór Hjaltested, yfirverkfræðingur leyfisveitinga
 • Guðrún Soffía Björnsdóttir, verkefnastjóri leyfisveitinga
 • Jón Bergvinsson, eftirlit borgarlandsins
 • Gylfi Ástbjartsson, eftirlit borgarlandsins 50%
 • Atli Ómarsson, verkefnastjóri.
 • Hildur Hafbergsdóttir, verkefnastjóri leyfisveitinga