Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
75. grein Stjórnarskrár Íslands.
Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 kveða á um bann við mismunun sjúklinga á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Á vefsvæði velferðaráðuneytisins er að finna lög og reglugerðir er varða sjúklinga og réttindi þeirra og ýmsar upplýsingar um réttindi sjúklinga.
Á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands má finna upplýsingar um rétt til heilbrigðisþjónustu og ýmis önnur réttindi tengd heilsufari.
Hér er upplýsingabæklingur á pdf formi um réttindi sjúklinga.
Sjúklingur sem ekki talar íslensku á rétt samkvæmt lögum á túlkun upplýsinga um heilsufar, fyrirhugaða meðferð og önnur hugsanleg úrræði. Sé þörf á túlki þarf að taka það fram þegar tími er pantaður hjá lækni á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi. Viðkomandi stofnun tekur ákvörðun um hvort hún greiði fyrir túlkaþjónustu.