Reykjavík – iðandi af lífi er nýtt fræðsluátak um hið fjölskrúðuga lífríki Reykjavíkur. Á þessari vefsíðu má finna upplýsingar um inntak og markmið fræðsluátaksins, tengla við útgefið fræðsluefni og dagskrá fræðsluviðburða.

Reykvíkingar deila höfuðborg sinni með ótal lífverum allt frá hröfnum til hunangsflugna, selum til birkitrjáa. Í Reykjavík er mikið af náttúrulegum svæðum þar sem búsvæði þessara lífvera er að finna bæði á þurru landi, í ám og stöðuvötnum og í hafinu. Sumar lífverur deila m.a. með okkur híbýlum okkar og görðum. Þetta lífríki setur mikinn svip á borgina og skiptir okkur miklu máli.

Reykjavíkurborg hefur markað sér stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Fræðast má nánar um þessa mikilvægu stefnu hér. Fræðsla um náttúru borgarinnar er mikilvægur liður í stefnunni.

 Áhugi á fræðslu um náttúrufar Reykjavíkur fer mjög vaxandi ekki síst með aukinni útivist og umhverfisvitund. Í fræðsluátakinu Reykjavík – Iðandi af lífi verður boðið upp á fjölbreytilega fræðslu fyrir almenning um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík, einkenni hennar og mikilvægi – bæði almennt séð og sérhæfð fræðsla um einstaka þætti t.d. mikilvæg náttúrusvæði eða lífveruhópa. Meðal annars verður gefið út fræðsluefni, á vef, á prenti, á fræðsluskiltum o.fl. en einnig verða reglulegir fræðsluviðburðir, einkum náttúruskoðun á vettvangi. Fræðslan verður opin almenningi, sum verður sérstaklega ætluð leik- eða grunnskólanemendum og fer þá fram í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Einnig verður fræðsla í boði fyrir erlenda ferðamenn.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

FRÆÐSLUDAGSKRÁ REYKJAVÍK - IÐANDI AF LÍFI.

DAGSKRÁ SUMARIÐ 2019

* LÍFVERULEIT Í GRASAGARÐINUM                   
   Laugardagur 29. júní kl. 12-14 - Grasagarðurinn í Laugardal.               
   Allir gerast náttúrufræðingar. Fróðlegt og skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
   Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur og Fuglavernd.

* RÍKIDÆMI FLÓRGOÐANS                   
   Um miðjan júlí -  Rauðavatn          
   Nánari tímasetning auglýst síðar. 
            
    
* FUGLASKOÐUN Í VIÐEY                   
   Sunnudagur 28. júlí kl 13:30 - Viðeyjarstofa                
   Í samstarfi við Borgarsögusafn. Ferja frá Skarfabakka kl 12: 15 og 13:15.

* FJÖRUFJÖR                               
   Í byrjun ágúst - Ægisíða                             
   Fjöruskoðun fyrir alla fjölskylduna.
   Nánari tímasetning auglýst síðar.    
                                 
  

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

DAGSKRÁ SUMARIÐ 2018:

* DAGUR HINNA VILLTU BLÓMA                   
   Sunnudagur 17. júní kl. 10 - Ægisíða.               
   Plöntuskoðun. Hist við leikskólann Sæborg.
   Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur.

* AÐ ELSKA NÁTTÚRUNA                   
   Sunnudagur 24. júní kl. 20 - Elliðaárdalur.            
   Gunnar Hersveinn heimspekingur leiðir náttúrustund á Jónsmessunni.
   Hist við Rafveituheimilið í Elliðaárdal.              
    
* FUGLAPARADÍS VIÐ ELLIÐAVATN                   
   Laugardagur 30. júní kl. 13 - Elliðavatn                 
   Fuglaskoðun. Hist við Elliðavatnsbæinn.

* HIN VILLTA VIÐEY                               
   Sunnudagur 8. júlí kl. 13:30 - Viðey                              
   Ferjuferðir frá Skarfabakka kl 12:15 og 13:15. 
   Hist við Viðeyjarstofu.                                          
   Í samstarfi við Borgarsögusafn.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrri atburðir

2015
 FUGLAVIKA - 17-23. október. Sjá dagskrá fuglaviku.
 24-26. apríl 2015 Hverfisfuglinn - Sýning á vinnu 18 leikskóla á Barnamenningarhátíð í Víkinni, Sjóminjasafni. Sjá nánar: HVERFISFUGLINN
 14 júní. Dagur hinna villtu blóma - Plöntuskoðun í Fossvogi. Hist við Ylströndina í Nauthólsvík kl. 14.

 23. júní Fuglaganga í Viðey kl. 20. Ferjuferðir frá Skarfabakka kl 18:15 og 19:15.

 5. júlí. Fuglaskoðun í Fossvogi. Hist við Ylströndina í Nauthólsvík kl. 14.

 18. júlí. Buslað með brunnklukkum. Smádýralíf Rauðavatns skoðað. Hist kl 13.

 9. ágúst. Starmýri - Falin perla. Gengið frá Reynisvatni. Hist við veiðihúsið kl 13.

 16. september. Fuglaskoðun á Degi íslenskrar náttúru í Grafarvogi kl. 13.

2014
 29. janúar 2014.  Fjörudagurinn –  Fjöruferð með Kelduskóla og Grandaskóla.
• Febrúar 2014.  Fjölbreyttur Febrúar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  – Fræðsluspjöld um líffræðilega fjölbreytni, flokkunarfræði og sérkenni íslensku húsdýranna og villtu íslensku spendýranna. Hófst laugardaginn 8. febrúar og stóð í mánuð.
 30. apríl 2014. Barnamenningarhátíð - Erindi um Fjörudaginn í Grandaskóla á málþingi Skóla- og frístundasviðs um sjálfbærni.
 
• 3. maí 2014 kl. 14:00. Náttúruganga frá Sólheimasafni - NÁTTÚRAN VAKNAR -  Gengið niður í Laugardal frá Sólheimasafni, Sólheimum 27. Kaffi á eftir á safninu. 
• 10. maí 2014 kl. 10:30. Náttúruganga frá Foldasafni - DAGUR FARFUGLANNA - Gengið frá Foldasafni í Grafarvogskirkju og um Grafarvog. Kaffi á eftir í safninu.

• 18. maí 2014 kl. 14:00. Náttúruganga frá Ársafni - GRÓÐUR OG SAGA - Gengið frá Ársafni, Hraunbæ 119 niður í Elliðaárdal. Kaffi á eftir í safninu.

• 22. maí 2014. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni - Fræðsludagskrá Reykjavík-iðandi af lífi kynnt.

• 24. maí 2014 kl. 14:00. Náttúruganga frá Gerðubergssafni - DAGUR FARFISKANNA - Gengið frá Gerðubergssafni í Gerðubergi niður að Elliðaám. Kaffi á eftir í safninu.

• 25. maí 2014 kl. 13:00. FUGLINN Í FJÖRUNNI - Fuglaskoðun í Nauthólsvík í tengslum við Bláfánastarf Ylstrandarinnar. Hist við Suðurhlíðaskóla.

• 5. júní 2014 kl. 13:00. FRIÐLÝST SVÆÐI Í REYKJAVÍK - Fræðsluganga um Rauðhólafólkvang. Hist við bílastæðið.

• 15. júní 2014 kl. 11:00. DAGUR HINNA VILLTU BLÓMA. Plöntuskoðun í Nauthólsvík í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur og í tengslum við Bláfánastarf Ylstrandarinnar. 

• 4. júlí 2014 kl. 12:30. NATURE OF VIÐEY - Fræðsluganga á ensku í Viðey. Hist við Viðeyjarstofu.

• 13. júlí 2014 kl. 13:00. FJARAN IÐAR AF LÍFI - Lífríki fjörunnar í Skerjafirði skoðað. Hist við Sörlaskjól.

• 14. ágúst 2014 kl. 13:00. CITY OF BIRDS - Fuglaskoðun og fræðsla á ensku við Reykjavíkurtjörn. Hist við Iðnó.

• 9. september 2014 kl. 12:30. FARFUGLARNIR KVEÐJA - Fuglaskoðun í Grafarvogi. Hist við Grafarvogskirkju. 

 16. september 2014. Dagur íslenskrar náttúru. Ljósmyndasamkeppni grunnskólanema. Sjá nánar hér: www.reykjavik.is/dagur-islenskrar-natturu-2014

 15. október 2014.  Fræðsluviðburður í Grasagarði Reykjavíkur. Nánar síðar.

2013

16. september.  Dagur íslenskrar náttúru 2013: 

  •    Fræðsluátakið Reykjavík – Iðandi af lífi hefst formlega.
  •    Útgáfa á fræðslubækling um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík.
  •    Náttúruskoðun í Öskjuhlíð – ‘Lífið er allt um kring‘ –  kl.16:00.

22. september. Fuglaskoðun í Blikastaðakró – Farfuglar –  kl. 14:00.

• 10. október. Grasagarðurinn iðandi af lífi – Fræðsludagskrá í Grasagarði Reykjavíkur –  kl. 16:00 - 17:30.

• 17. október. Hádegisfuglinn –  Fuglaskoðun við Tjörnina í Reykjavík - kl. 12:00.

• 14. nóvember. Hádegisfuglinn –  Fuglaskoðun við Tjörnina í Reykjavík - kl. 12:00.

Umsjónarmaður fræðsluátaksins er Snorri Sigurðsson,
verkefnastjóri á Deild náttúru og garða.
Vefpóstur: snorri.sigurdsson@reykjavik.is
Sími: 411 8535.