Samkvæmt reglum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út um röskun á skólastarfi vegna óveðurs er það á ábyrgð foreldra að taka ákvörðun um hvort senda eigi börn í skólann þegar veður er vont.

Viðbúnaðarstigin eru tvö.

Viðbúnaðarstig 1: Röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla – foreldrar fylgi börnum í skólann.

Viðbúnaðarstig 2: Skólahald fellur niður.

Á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru upplýsingar um viðbrögð foreldra og forráðamanna vegna óveðurs á nokkrum tungumálum.