Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti vorið 2014 að fara í átak gegn heimilisofbeldi í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Kvennaathvarfið og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu taka einnig þátt í verkefninu. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.
Ef þú býrð við ofbeldi eða hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú fengið aðstoð. Hér má finna upplýsingar um aðstoð fyrir brotaþola. Hér má finna upplýsingar fyrir brotaþola á auðskildu máli.
Gerendur geta einnig leitað sér aðstoðar. Hér má finna upplýsingar um aðstoð fyrir gerendur.
Hér að neðan má einnig finna hagnýtar upplýsingar í tengslum við verkefnið Saman gegn ofbeldi:

Í stýrihópi Saman gegn ofbeldi eiga sæti fulltrúar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Barnaverndar Reykjavíkur, Velferðarsviðs (skrifstofu), Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Kvennaathvarfsins.