Tilboð í byggingarrétt lóðanna Bæjarflöt 9 og Gylfaflöt 15 voru opnuð í Borgartúni 12-14 þann 17. nóvember 2017. Upplýsingar um tilboð sem bárust er að finna hér. Haft verður samband við hæstbjóðanda.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Til sölu er byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði á lóðunum Bæjarflöt 9 og Gylfaflöt 15. Heimilt er að byggja samtals 2.200 fermetra atvinnuhúsnæði á lóðunum, eða 1.100 fermetra atvinnuhúsnæði á hvorri lóð, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðanna sem er 0,68. Stærð lóðanna er 3.230 fermetrar eða 1.615 fermetrar hvor lóð, sjá lóðaruppdrátt. 

Á  lóðunum er heimilt að byggja allt að tveggja hæða byggingu, með 7,5 metra hámarkshæð frá gólfkóta 1. hæðar. Lóðirnar eru byggingarhæfar við úthlutun. Sjá frekari upplýsingar í skilmálum fyrir lóðirnar.

Skila skal skriflegu kauptilboði á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt „ Bæjarflöt 9 og Gylfaflöt 15“ til Þjónustuvers Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14, fyrir kl. 14:00 föstudaginn 17. nóvember. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Tengd skjöl: