Tilboð voru opnuð 9. janúar 2020. Niðurstöðu má sjá í fundargerðum: Lóð 4 og lóð 10

Samkvæmt rammaskipulagi eru áætlaðar stærðir lóða og áætlað byggingarmagn eftirfarandi:

Athugið! Endanlegar stærðir lóða, byggingarmagn, hæðir húsa, nýtingarhlutfall, fjöldi íbúða, staðsetning byggingarreita, kvaðir um staðsetningu lagna o.s.frv. getur tekið breytingum og mun koma fram í lóðaruppdráttum og deiliskipulagi fyrir lóðirnar, þegar það liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag verði samþykkt seinni hluta ársins 2020.

Leitað er eftir tilboðum í allan byggingarrétt hvorrar lóðar fyrir sig. Aðeins lögaðilar geta boðið í byggingarrétt. Heimilt er að bjóða í báðar lóðirnar en gefa verður eitt stakstætt tilboð í hvora lóð.

Auk byggingaréttar þarf lóðarhafi að greiða gatnagerðargjald sem ákvarðast í samræmi við flatamál þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt deiliskipulagi. Þá þarf lóðarhafi að greiða önnur lögbundin gjöld, s.s. byggingarleyfisgjald og tengigjald fráveitu og önnur heimlagnagjöld.

Deiliskipulag í Skerjafirði er í vinnslu, mögulegt er að hæstbjóðandi getið komið að minniháttar breytingum áður en skipulagið verður samþykkt.

Skilafrestur tilboða til móttöku Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, er til kl. 13:00 fimmtudaginn 9. janúar 2020.

Tilboð verða opnuð sama dag í fundarherberginu Pollurinn á jarðhæð Ráðhúss kl. 13:15 að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óska.

Tengd skjöl