Framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, 3 áfanga, var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022. Hægt er að nálgast gögn um framkvæmdina á eftirfarandi vefslóð https://2021.reykjavik.is/skipulag-i-kynningu/arnarnesvegur-3-afangi. Kærufrestur til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála er einn mánuður frá auglýsingu.

Umhverfis- og skipulagssvið notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg má finna hér.

Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn borgarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.