Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15. desember 2022 var lögð fram tillaga um að byggja viðbyggingu úr léttu byggingarefni þar sem koma á fyrir eldhúsi og með tengingu út í garð í húsi á lóð nr. 30 við Njörvasund samkvæmt aðaluppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 2. nóvember 2022.
Með vísan til 2. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 er eftirtöldum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:
Húseigendum að Njörvasundi 32 og Drekavogi 12, 14 og 16.
Bent skal á að leigutakar húsnæðis á ofangreindum lóðum teljast einnig til hagsmunaaðila og skulu húseigendur kynna tillöguna fyrir þeim.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá skipulagsfulltrúa, verkefnisstjóri er Olga Guðrún B Sigfúsdóttir.
Kynning hefst þann 17. janúar 2023 og skal athugasemdum við ofanskráða tillögu komið til skipulagsfulltrúa skriflega eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 14. febrúar 2023.
Umhverfis- og skipulagssvið notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg má finna hér.
Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn borgarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.