Lögheimili nemenda ræður því í hvaða hverfisskóla þau eiga  námsvist. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni skv. reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar. 

Í Reykjavík eru 10 borgarhverfi og innan hvers þeirra fleiri skólahverfi. Með því að smella á borgarhverfin hér fyrir neðan er hægt að finna lista yfir skólana þar og undir hverjum skóla er síðan listi yfir götur sem tilheyra hverju skólahverfi.

Sjá yfirlit yfir skólahverfi í Reykjavík. 

Skoða skólahverfi:
Borgarhverfi 1 - Vesturbær
Borgarhverfi 2 - Miðborg
Borgarhverfi 3 - Hlíðar
Borgarhverfi 4 - Laugardalur
Borgarhverfi 5 - Háaleiti og Bústaðir
Borgarhverfi 6 - Breiðholt
Borgarhverfi 7 - Árbær 
Borgarhverfi 8 - Grafarvogur
Borgarhverfi 9 - Kjalarnes 
Borgarhverfi 10 - Grafarholt og Úlfarárdalur

Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum borgarinnar.