Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsi og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. 

Skrekkur mun fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 1.2.3. nóvember 2021 og sjálft úrslitakvöldið verður þann 8. nóvember og verður lokakvöldinu sjónvarpað beint á RÚV eins og venjan hefur verið síðustu ár.   

Harpa Rut Hilmarsdóttir er verkefnastjóri með Skrekk og veitir fúslega allar upplýsingar - sendið inn fyrirspurnir á skrekkur@reykjavik.is

Lýsing á atriði og heimildaskrá fyrir keppnina 2021. 

Umsóknareyðublað fyrir Skrekk 2021 

Skrekkur er með Fésbókarsíðu þar sem birtast fréttir úr keppninni, frá undanúrslitakvöldum og sjálfu úrslitakvöldinu.

Sjá líka Skrekk síðustu ára á UngRuv.is og eldri atriði á Skrekkurtv 
Instagram Skrekkur_skrekkur
Snapchat skrekkursfs

Sigurvegar Skrekks frá upphafi

2021 Árbæjarskóli 

2020 Langholtsskóli

2019 Hlíðaskóli 
2018 Árbæjarskóli
2017 Árbæjarskóli
2016 Hagaskóli
2015 Hagaskóli
2014 Seljaskóli
2013 Langholtsskóli
2012 Austurbæjarskóli
2011 Háteigsskóli
2010 Seljaskóli
2009 Laugalækjaskóli
2008 Austurbæjarskóli
2007 Hlíðaskóli
2006 Langholtsskóli
2005 Austurbæjarskóli
2004 Laugalækjaskóli
2003 Laugalækjaskóli
2002 Hagaskóli
2001 Hagaskóli
2000 Hlíðaskóli
1999 Hagaskóli
1998 Hvassaleitisskóli
1997 Hagaskóli
1996 Hvassaleitisskóli
1995 Hagaskóli
1994 Vogaskóli
1993 Hagaskóli
1992 Breiðholtsskóli
1991 Árbæjarskóli
1990 Breiðholtsskóli

Verðlaunagripurinn

Höfundur verðlaunagrips Skrekks er Sigrún Gunnarsdóttir, leirlistakona.