Grafarholt og Úlfarsárdalur

Grafarholt og Úlfarsárdalur er nýjasta hverfi borgarinnar. Reynisvatn, Hólmsheiði, Paradísardalur, Leirdalur, Úlfarsárdalur, Úlfarsfell, baugar, brautir, geislar, stígar, brunnar. 

Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna og í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn og Hólmsheiðin. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í þremur leikskólum, tveimur grunnskólum og tveimur frístundaheimilum, öflugri félagsmiðstöð og íþróttafélaginu Fram.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Árbæjar sem staðsett er í Hraunbæ 115.