ITR merkiSviðsstjóri er Ómar Einarsson.

Í hverfum borgarinnar veitir ÍTR margskonar þjónustu sem snýr að frítíma borgarbúa. Þar eru meðal annars sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, hjólabrettagarðar, gervigrasvellir og sparkvellir. Af starfsemi sem síður er hverfisbundin má nefna Hitt HúsiðYlströndinaFjölskyldu- og húsdýragarðinn, sundlaugar og skíðasvæðin.

ÍTR sinnir víðtæku samstarfi við hagsmunaaðila í íþrótta- og æskulýðsstarfi, veitir styrki til félaga og styrkir þátttöku barna og unglinga í starfsemi þeirra með Frístundakortinu.

 

Möguleikar íbúa Reykjavíkurborgar til skemmtilegrar frístundaiðju eru afar miklir og ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ÍTR leggur áherslu á miðla á einfaldan hátt upplýsingum um slíka starfsemi, hvort sem hún er á vegum ÍTR eða annarra borgarstofnana. Sérstök áhersla er lögð á að kynna möguleika barna og unglinga í hverfum borgarinnar.

Skrifstofa ÍTR

Skrifstofan er í Borgartúni 12 - 14 og er opin virka daga kl. 8:30 - 16:00.

Sími: 4 11 11 11.
Netfang: itr@reykjavik.is.

Á aðalskrifstofu eru fagskrifstofur fjármála, íþróttamála, mannauðsmála og upplýsingatæknimála og bera þær ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins og þeim stofnunum sem undir það heyra.

Aðalskrifstofa íþrótta- og tómstundasviðs sinnir skjalavörslu, fundarboðun og vörslu fundargerða fyrir menningar-,íþrótta- og tómstundaráð og ber ábyrgð á því að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.

 

Skipurit: 

Aðalskipurit Reykjavíkurborgar

Borgarstjóri Íþrótta- og tómstundarsvið Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Skrifstofa rekstrar og þjónustu Fjármála- og rekstarþjónusta Mannauðsþjónusta Þróun og upplýsingamál Sundlaugar Íþróttamannvirki Skiðasvæði Hitt húsið Fjölskyldu- og húsdýragarður Nauthólsvík Tækni- og öryggismál Útivist og vallarmál Frístundakort Image Map Menningar, íþrótta- og tómstundaráð