Kjalarnes

 

Kjalarnes er fámennasta hverfið í Reykjavík en á sama tíma það lang stærsta að flatarmáli enda á sjálf Esjan heimilisfesti á Kjalarnesi. Á Kjalarnesi mætist sveit og borg en hverfið samanstendur af Grundahverfi og síðan dreifbýlinu sem nær frá Kollafirði og inn í Hvalfjörð. Talsverður landbúnaður er stundaður í hverfinu og eru verkefni margra íbúa þar harla ólík þeim viðfangsefnum sem flestir Reykvíkingar fást við á degi hverjum.

En þó að íbúar séu fáir eru þeir kraftmiklir enda löng hefð fyrir ýmis konar félagslífi á Kjalarnesi. Í Grundahverfi er glæsilegur grunnskóli, Klébergsskóli en í hverfinu er einnig leikskóli, sundlaug, frístundaheimili, félagsheimili og fleira. Fólkið á Kjalarnesi velur sér að búa á mörkum sveitar og borgar og fær í staðinn nálægð við náttúruna og mikið rými fyrir hvern og einn.

_______________________________________________________________________________________________________________________

English

Kjalarnes has the lowest population of any neighbourhood in Reykjavík while simultaneously being the largest in terms of its actual size, after all, Kjalarnes is home to the mountain Esja. It is in Kjalarnes where the city meets the countryside, as the district consists of Grundarhverfi but also rural areas that stretch from Kollafjörður all the way into Hvalfjörður. The district is home to a substantial agricultural community, as such the day-to-day assignments and work of its residents varies quite a bit from those of the rest of the people living in Reykjavík.

The residents of Kjalarnes are extremely active even if they are few in number, and have maintained a strong tradition for community participation and fostering social life of all kinds. Klébergsskóli is a fantastic primary school located in Grundarhverfi, and the neighbourhood also has a kindergarten, swimming pool, a leisure centre, a community centre and more. The people of Kjalarnes choose to live on the city’s edge, where Reykjavík’s hustle and bustle gives way to the quiet countryside. For their choice, they are rewarded with a closeness to nature unrivalled by the rest of Reykjavík, and plenty of space for each resident.