""

Laugardalur felur í sér nokkra minni hverfishluta, Tún, Teiga, Læki, Sund, Heima, Fen, Langholt, Laugarnes og Skeifu. Hverfið felur mestmegnis í sér blandaða íbúabyggð ásamt atvinnuhúsnæði á afmörkuðum svæðum.

Laugardalsbúar státa meðal annars af Laugardalslaug, Skautahölllinni, Grasagarðinum, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Safni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga og Sólheimabókasafni auk fjölda annarra stofnana og fyrirtækja.

Reykjavíkurborg rekur víðtæka þjónustu í hverfinu, meðal annars í gegnum Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða í Efstaleiti 1.

Fréttir úr hverfinu